Í bæjarstjórn Snæfellsbæjar sitja 7 kjörnir fulltrúar. Í bæjarstjórnarkosningum 31. maí 2014 fékk D-listi Sjálfstæðisflokks hreinan meirihluta, eða 4 kjörna fulltrúa. J-listi Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar hlaut 3 kjörna fulltrúa.

Bæjarfulltrúar Snæfellsbæjar

Kristín Björg Árnadóttir
Kristín Björg Árnadóttir

Er kosin af D-lista Sjálfstæðisflokks. Kristín Björg er fædd 13. mars 1974 og er gift Smára Björnssyni tæknifræðingi. Þau eru búsett í Ólafsvík og eiga saman þrjú börn. Kristín lauk stúdentsprófi frá FVA, er með IATA-UFTAA próf í ferðamálafræði og lauk námi í markaðshagfræði í Danmörku árið 2003. Hún er meðlimur í Lionsklúbbnum Rán og starfar sem fjármálastjóri Fiskmarkaðs Íslands.

Miðbrekka 19, Ólafsvík
S. 896-8060
Netfang: kristin@snb.is

Baldvin Leifur Ívarsson
Baldvin Leifur Ívarsson

Er kosinn af J-lista Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar. Leifur er fæddur árið 1960.  Hann er giftur Steineyju Kristínu Ólafsdóttur, sjúkraliða á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Leifur er stúdent og rennismiður frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hann hefur verið eigandi (75%) og framkvæmdastjóri Fiskiðjunar Bylgju hf. í Ólafsvík frá 1997 en starfað hjá henni frá árinu 1988. Einnig hefur hann setið í sóknarnefnd Ólafsvíkursafnaðar, verið í yngriflokkaráði UMF Víkings/Reynis og setið í félags og barnaverndarnefnd frá árinu 2006.

Sandholt 21, Ólafsvík
S. 897-6291
Netfang: leifur@bylgja.is

Kristjana Hermannsdóttir
Kristjana Hermannsdóttir

Er kosin af D-lista Sjálfstæðisflokks. Kristjana er gift Jóhannesi Ólafssyni prentara og eiga þau þrjár dætur. Hún rekur prentsmiðjuna Steinprent ásamt eiginmanni sínum og er með umboð fyrir Sjóvá. Kristjana hefur búið í Ólafsvík frá tveggja ára aldri, setið í bæjarstjórn síðastliðin 8 ár, er meðlimur í Lionsklúbbnum Rán, hefur verið formaður UMF Víkings og er í stjórn Framfarafélags Snæfellsbæjar.

Sandholt 22, Ólafsvík
S. 893-5445
Netfang: kristjanah@sjova.is

Fríða Sveinsdóttir
Fríða Sveinsdóttir

Er  kosin af J-lista Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar. Fríða er gift Hjörleifi Guðmundssyni og eiga þau þrjú börn. Hún er stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi og starfar sem bókasafnsvörður á Bókasafni Snæfellsbæjar en einnig eiga og reka hjónin Ísverksmiðjuna í Ólafsvík.  Fríða hefur setið í stjórn UMF Víkings/Reynis og verið virk í íþróttastarfi barna og unglinga í Snæfellsbæ.

Brautarholt 28, Ólafsvík
S. 893-3442
Netfang: bokasafn@snb.is eða smyrill1@simnet.is

Björn Haraldur Hilmarsson
Björn Hilmarsson

Er kosinn af D-lista Sjálfstæðisflokks. Björn er giftur Guðríði Þórðardóttur kennara og eiga þau þrjá drengi. Hann er búsettur í Ólafsvík og hjá þeim býr einnig faðir hans 88 ára. Björn er gagnfræðingur að mennt og starfar sem útibússtjóri hjá Olís í Snæfellsbæ.

Grundarbraut 30, Ólafsvík
S. 898-1249
Netfang: bjorn@olis.is

 

Kristján Þórðarson
Kristján Þórðarson

Er kosinn af J-lista Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar. Kristján er giftur Astrid Gundersen sem starfar sem matráður í Lýsuhólsskóla og saman eiga þau þrjár dætur og eitt barnabarn. Kristján sjálfur starfar sem bóndi á Ölkeldu í Staðarsveit og er búfræðingur að mennt. Kristján hefur setið í bæjarstjórn Snæfellsbæjar síðastliðin 12 ár fyrir J-listann ásamt því að hafa verið á kafi í félagsmálum frá táningsaldri.

Ölkelda, Staðarsveit
S. 865-4023
Netfang: krist.as@simnet.is eða olkelda@gmail.com

Rögnvaldur Ólafsson
Rögnvaldur Ólafsson

Er kosinn af D-lista Sjálfstæðisflokks. Rögnvaldur er í sambúð með Kristínu Arnfjörð og eru þau búsett á Hellissandi ásamt 4 börnum sínum. Rögnvaldur  starfar sem skrifstofumaður í Hraðfrystihúsi Hellissands en sat einnig í bæjarstjórn frá 2010 til 2014.

Selhóll 6, Hellissandi
S. 892-2777
Netfang: roggi@hh.is