Laun bæjarstjóra miðað við 1. júlí 2014:

Bæjarstjóri tekur laun skv. kjarasamningi Útgarðs, félags háskólamanna, og eru laun hans bundin launavísitölu. Hann raðast í launaflokk 56-3.
100% laun fyrir launaflokk er 56-3, er kr. 549.926.-
Bæjarstjóri fær greidda fasta yfirvinnu, 90 klt. á mánuði.
90 klt. á mánuði, m.v. launaflokk 56-3, er kr. 513.990.-

Bæjarstjóri fær greidd laun fyrir að sitja bæjarstjórnar- og bæjarráðsfundi.
Í dag eru þau laun kr. 108.872.-
Heildarlaun í júlí 2014 eru því kr. 1.172.788.-

Bæjarstjóri fær greiddan fastan akstur, 1500 km á mánuði, sem nær yfir allan akstur innan Snæfellsbæjar.
Snæfellsbær útvegar bæjarstjóra húsnæði og sér um rekstur þess.
Bæjarstjóri skal hafa frían heimasíma og frían GSM síma ásamt nettengingu.
Unnið upp úr nýgerðum ráðningarsamningi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar við bæjarstjóra.