Bæjarfulltrúar í Snæfellsbæ taka laun í launaflokki 122-6 skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og SDS. Frá fyrsta mars 2014 eru laun skv. launaflokki 122-6 kr. 262.687.- fyrir 100% starf.

Forseti bæjarstjórnar fær 30% af þeim launum, eða kr. 78.806.- mánaðarlega
~ hann fær einnig kr. 23.642.- fyrir hvern bæjarstjórnarfund sem hann situr.

Aðrir bæjarfulltrúar fá 20% af þeim launum, eða kr. 52.537.- mánaðarlega
~ bæjarfulltrúar fá einnig kr. 15.761.- fyrir hvern bæjarstjórnarfund sem þeir sitja.

Formaður bæjarráðs fær 15% af þeim launum, eða kr. 39.403.- mánaðarlega
~ hann fær einnig kr. 23.642.- fyrir hvern bæjarráðsfund sem hann situr.

Aðrir bæjarráðsmenn fá 10% af Þeim launum, eða kr. 26.269.- mánaðarlega
~ þeir fá einnig kr. 15.761.- fyrir hvern bæjarráðsfund sem þeir sitja.

Ef bæjarfulltrúar þurfa að sækja fundi utan Snæfellsbæjar og taka frí úr sinni vinnu, fá þeir fjarvistargjald greitt að upphæð kr. 15.761.-

Þeir bæjarfulltrúar sem þurfa að keyra sunnan úr sveitum til að sækja bæjarstjórnar- og/eða bæjarráðsfundi, fá að auki greitt kr. 5.000.- pr. fund.