Bæjarstjórn Snæfellsbæjar er skipuð 7 bæjarfulltrúum sem eru kosnir hlutfallskosningu til fjögurra ára í senn.

Úrslit bæjarstjórnarkosninga 2014:

D listi Sjálfstæðisflokks fékk  4 fulltrúa.
J listi Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar fékk 3 fulltrúa.

Á kjörskrá í kosningunum voru 1.167. Alls voru 991 greidd atkvæði. Kosningaþátttaka var 84,92%.

Auðir seðlar voru 16. Ógildir seðlar 3. Samtals 19.

Verksvið:

Bæjarstjórn fer með stjórn bæjarfélagsins og skal ekkert mál, er varðar hagsmuni þess, til lykta leitt án umsagnar hennar.

Fundir:

Bæjarstjórn heldur reglulega fundi fyrsta fimmtudag hvers mánaðar í fundarsal Ráðhúss Snæfellsbæjar við Klettsbúð 4 á Hellissandi.

Bæjarstjórnarfundir skulu að jafnaði hefjast kl. 16.00. Heimilt er að fella niður fundi í bæjarstjórn í allt að tvo mánuði að sumarlagi.

Aukafundi skal halda í bæjarstjórn eftir því sem þörf krefur að mati forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra og skylt er að halda aukafund í bæjarstjórn ef a.m.k. þriðjungur bæjarfulltrúa krefst þess, enda geri þeir grein fyrir ástæðum og fundarefni.

Falli reglulegur fundardagur á helgidag eða almennan frídag, skal boða til aukafundar þann virkan dag á undan eða eftir, sem næstur er.