Í leikskóla er gaman 

leikskólarÍ Snæfellsbæ eru tveir leikskólar, Krílakot í Ólafsvík og Kríuból á Hellissandi. Foreldrum er heimilt að óska eftir vistun fyrir barn sitt í báðum leikskólunum. Leikskólar Snæfellsbæjar eru reknir samkvæmt lögum um leikskóla frá nr.90/2008, reglugerð um starfumhverfi leikskóla  nr.665/2009. Leikskólinn er fyrsta skólastig barnsins á aldrinum 2-6 ára, sem styður foreldra við uppeldi og menntun barna sinna. Báðir leikskólar Snæfellsbæjar eru einsetnir og geta foreldrar valið um að byrja kl. 8:00 eða kl.9:00. Boðið er upp á vistun í 4, 5, 6, 7 og 8 klst., eftir óskum foreldra. Foreldrar geta beðið um 15 mín-30 mín aukalega. Börnin fá morgun- og hádegisverð ásamt síðdegishressingu, allt eftir því hversu lengi barnið dvelur í leikskólanum. Mötuneyti leikskólans sér um eldamennsku og undirbúning máltíða. Við innritun er samið um dvalartíma barnsins. Mikilvægt er að vistunartími sé virtur því fjöldi starfsmanna er miðaður við dvalartíma barnanna. Á Krílakoti eru pláss fyrir 72 börn samtímis og er þeim skipt niður á þrjár deildar eftir aldri. Rauða deildin., Gula deildin og Stubbakot. Á Bangskoti sem er starfrækt (tímabundið) í íbúð í Engihlíðinni. Þar eru börn á aldrunum 18 mánaða til tveggja ára. Hámarksfjöldi á Bangsakoti  er 12 börn. Á Kríubóli eru pláss fyrir 45 börn samtímis og er þeim skipt niður á tvær deildar eftir aldri. Hóll og Garður.

 

Upplýsingar

Krílakot er til húsa að:
Brúarholti 9 355 Snæfellsbæ
Sími: 433-6925
Netfang: leikskólar@snb.is
Heimasíða Krílakots

Kríuból er til húsa að:
Naustabúð 17 360 Snæfellsbæ
Sími: 433-6926
Netfang: leikskolar@snb.is
Heimasíða Kríubóls

Bangsakot er til húsa að:
Engihlíð 18 355 Snæfellsbæ
Sími: 433-6927
Netfang:
leikskolar@snb.is

Leikskólastjóri allra skólanna er
Ingigerður Stefánsdóttir

Umsókn

Hér má finna umsókn um leikskólavist!

Fylltu út umsóknina og skilaðu henni til leikskólastjóra.

Umsókn