153. fundur menningarnefndar

Fg. 153. fundar menningarnefndar 170529

Menningarnefnd Snæfellsbæjar,  fundur nr 153

SSV og Uppbyggingarsjóður boðaði til fundar í Borgarnesi 29. maí 2017 að Bjarnarbraut 8 kl. 16.00 um Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands sem snýr að samstarfi safna og kynningu á þeim.

Þau sem mættu á fundinn :

Páll Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV

Kristján Guðmundsson frst. Vesturlandsstofu

Bergur Þorgeirsson frst. Snorrastofu

Ella María Gunnarsdóttir, frst. Safna á Akranesi

Valdís Gunnarsdóttir, menningarfulltrúi Dalabyggð

Ragnheiður Valdimarsdóttir, menningarfulltrúi Stykkishólmi

Ragnheiður Víglundsdóttir, menningarnefnd Snæfellsbæjar ( fyrir Erlu Gunnlaugsdóttur)

Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúin SSV

Páll sagði frá tilurð verkefnisins, helstu þætti og væntanlegur árangur samstarfsins sem er :

  1. Aukið samstarf safna og meningartengdra verkefna á Vesturlandi
  2. Átak í markaðssetningu
  3. Heimasíða Vesturlandsstofu og hvernig við getum eflt hana og nýtt til frekari kynningar á menningarviðburðum á Vesturlandi.
  4. Auka þátt menningararfs í markaðssetningu með sameiginlegu átaki
  5. Kynnti Barnamenningarhátíð sem haldin verður á Akranesi á komandi ári

Tekjur : Fjárhagsáætlun framlag 2017           kr. 5.000.000.-

Gjöld :   Verkefnisstjórn                                     kr  1.000.000.-

Átak í markaðssetningu                      kr.  3.200.000.-

Barnamenningarhátíð                         kr.      800.000.-

Kristján kynnti starf Markaðsstofu Vesturlands og kom með tillögur að samstarfi um verkefnin framundan og hvernig við getum aðstoðað við að bæta viðburðardagatal á heimasíðu verkefnisins. Einnig talaði hann um að vert væri að fá samstæðar myndir. Einnig var rætt um hverskonar myndir væru góðar til þessa að auglýsa staði og viðburði.

Hann sagði erfitt að stjórna því hvert blaðamannahópur frá Íslandsstofu óskar eftir að fara. En hann er  tilbúinn að fara sérstakar ferðir til þess að kynna verkefnið. Ákveðið að senda Kristjáni upplýsingar í næstu viku til að færa inn á heimasíðu vesturland.is

Næsti fundur um Áhersluverkefni Sóknarááætlunar Vesturlands verður  í sept 2017

fleira ekki gert og fundi slitið kl.17.30