126. fundur hafnarstjórnar

Fg. 126. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar

126þ fundur hafnarstjórnar Snæfellsbæjar haldinn miðvikudaginn 06.12. 2017, kl. 18.00 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar Klettsbúð 4, Hellissandi.

 

Mættir:  Anton Ragnarsson formaður,

              Heiðar Magnússon,

              Þóra Olsen,

              Gísli Bjarnason,

              Fríða Sveinsdóttir,

              Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

 

Formaður setti fundinn.

 

  1. Bréf frá bæjarritara dags. 21.07. 2017, varðandi samþykkt bæjarráðs á fundargerð 125. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 395 dags. 23.05., nr. 396 dags. 25.08., nr. 397 dags. 20.09. og nr. 398 dags. 25.10. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands dags. 02.10. 2017. Meðfylgjandi er bréf frá Vegagerðinni dags. 19.06. 2017, til Hafnasambandsins varðandi öryggismál hafna og ábendingar Rannsóknarnefndar samgönguslysa í öryggisátt. Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Vegagerðinni dags. 01.11. 2017, varðandi útboðið: Rifshöfn – Norðurkantur, þekja og lagnir, en tilboð í verkið voru opnuð þann 17.10. 2017. Eftirfarandi tilboð bárust.

 

  1. Þ.G. Þorkellsson ehf.    92.911.055.-          81.4%
  2. Stálborg ehf. 107.013.000.-          93.8%

 

Kostnaðaráætlun verkkaupa,              kr. 114.117.000.-        100.0%

           

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leggur Vegagerðin til að gengið verði   til    samninga við lægstbjóðanda Þ.G. Þorkellsson ehf. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda Þ.G. Þorkellsson ehf. á grundvelli tilboðs hans og hafnarstjóra falið að undirrita samninginn.

 

  1. Gjaldskrá hafnarsjóðs fyrir árið 2018. Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána og fór yfir helstu liði hennar. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2018. Hafnarstjóri kynnti fjárhagsáætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00

 

Anton Ragnarsson formaður.

Þóra Olsen.

Gísli Bjarnason.

Fríða Sveinsdóttir.

Heiðar Magnússon.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri.