152. fundur menningarnefndar

Fg. 152. fundar menningarnefndar 170322

 

Menningarnefnd, fundur nr 152

 

Fundur Menningarnefndar haldinn þann 22. mars 2017 kl 16.30 á Hrauninu

Mætt :

Erla Gunnlaugsdóttir

Jón Kristinn Ásmundsson

Ragnheiður Víglundsdóttir

 

Dagskrá :

  1. Styrkbeiðni frá Einari Mikael töframanni sem óskar eftir að koma í Snæfellsbæ helgina 31.03 til 02.04 2017. Samþykkt að útvega Einari húsnæði ( Félagsheimilið Klif ef það er laust þessa helgi) og að auglýsa viðburðinn. Er þá gert ráð fyrir að það sem kemur fyrir miðasölu renni til Einars.
  2. Styrkbeiðni frá Zofia Noworól danshöfundi og jógakennara. Hún hefur áhuga á að setja upp dansk-jóga kennslu fyrir 5 til 9 ára börn um miðjan april og í byrjun maí 2017. Þetta eru 6 skipti sem lýkur með sýningu. Ákveðið að styrkja Zofia um kr 40.000.-
  3. Upp kom hugmynd að flytja sýninguna um Jóhann Jónsson skáld sem Aðalsteina Sumarliðadóttir setti upp og lagði mikið í á sínum tíma, t.d. á Dvalarheimilið Jaðar eða aðra stofnun á vegum Snæfellsbæjar. Teljum að sýningin þurfi að njóta sín betur.  Ákveðið að senda beiðni þess efnis til bæjarstjórnar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl 17.15