154. fundur menningarnefndar

Fg. 154. fundar menningarnefndar 170607

Menningarnefnd Snæfellsbæjar, fundur nr 154

 

Fundur menningarnefndar haldinn þann 7. Júní 2017 kl. 17.00 á veitingastaðnum Hrauni í Ólafsvík.

 

Mætt :

Erla Gunnlaugsdóttir formaður

Jón Kristinn Ásmundsson

Gunnsteinn Sigurðsson

Ragnheiður Víglundsdóttir

Ólöf Birna Jónsdóttir varamaður Kristbjargar Karlsdóttur

 

Dagskrá :  myndlistarsýningar á Ólafsvikurvöku helgina 30. Júní til 2. Júlí 2017 í Átthagastofunni. Val á Snæfellsbæingi ársins.

  1. Vagn Ingólfsson verður með sýningu á munum í Átthagastofunni sem hann hefur skorið listilega út.
  2. Fyrirhuguð var sýning á verkum eftir Elvu  Hreiðarsdóttur myndlistarkonu í Átthagastofunni á Ólafsvíkurvöku.  Þar sem nefndin var ekki búin að ganga frá dagsetningu sýningarinnar er ákveðið að myndlistarsýning Elvu verði opnuð fimmtudaginn 3. ágúst í Átthagastofunni. Elva Hreiðarsdóttir sem er fædd og uppalin í Ólafsvík er búin að koma upp góðri aðstöðu í Hvítahúsinu á Hellissandi ásamt Halldóri eiginmanni sínum. Íris Metta Kristjánsdóttir verður með myndlistarsýningu í Átthagastofunni á Ólafsvíkurvöku. Íris Metta er einnig fædd og uppalin í Ólafsvík.
  3. Nefndin ákvað að velja Þóru Olsen, Óskar Skúlason og Örn Hjörleifsson Snæfellsbæinga ársins, þau hafa unnið  óeigingjarnt starf við Sjómannagarðinn á Hellissandi. Búið er að setja upp tvær sýningar: Sjósókn undir Jökli og Náttúran við haf og strönd,  ásamt Þorvaldarbúð sem var þar fyrir. Fer afhendingin fram þann 17. júní

Að lokum ítrekar nefndin að hressa þurfi uppá sýningar í Pakkhúsinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00