155. fundur menningarnefndar

Fg. 155. fundar menningarnefndar 170817

Menningarnefnd, fundur nr.153

 

Fundur Menningarnefndar haldinn þann 17.08. 2017 kl 17:00 á Hrauninu

Mættir:

Erla Gunnlaugsdóttir

Gunnsteinn Sigurðsson

Kristbjörg Karlsdóttir,

Ragnheiður Víglundsdóttir

 

Efni: Bréf frá Vagni Ingólfssyni og Mettu Írisi, Pakkhúsið,munageymsla, jólatónleikar,Útsvar og önnur verkefni vetrarins

                                                                                        

  1. Tekið var fyrir bréf frá Vagni Ingólfssyni og Mettu Írisi varðandi listsýningu sem þau héldu í Átthagstofu að beiðni menningarnefndar í kringum Ólafsvíkurdaga, þar sem þau lýstu óánægju sinni með framkvæmd sýningarinnar. Héldu þau og einnig menningarnefnd að ekki yrði annað um að vera í Átthagastofu en þessi sýning en á laugardeginum fylltist allt af hlaupurum sem tóku þátt í Jökulhálshlaupi til að borða súpu og kasta mæðinni.

Sýnendur voru óánægð með þessa uppákomu og nefndin einnig þar sem enginn af okkur vissi af þessu fyrirfram.

Menningarnefnd var búin að panta Átthagastofu fyrir þessa sýningu og er sammála Vagni og Mettu að þessir tveir viðburðir eigi ekki samleið.

Menningarnefnd vísar erindi þeirra beint til bæjarstjórnar þar sem Átthagastofa heyrir ekki undir menninganefnd.

 

  1. Enn á ný kom Pakkhúsið til tals á fundi og vill nefndin fá svör við nokkrum spurningum varðandi Pakkhúsið
  • Hver sér um þrif á húsinu dagsdaglega ?
  • Húsgögn sem eru til staðar á neðstu hæðinni eru úr sér gengin og þarf nauðsynlega að huga að endurnýjun þeirra, er á stefnuskrá að gera það ?
  • Þar sem það þarf að tjarga húsið árlega er möguleiki á því að það sé gert áður en húsið opnar en ekki á fyrstu opnunardögum eins og gert var í sumar ? því tjörulyktin er mjög lengi viðloðandi og teljum við að það eigi ekki samleið með kaffisölu og handverki.

 

  1. Nefndin leggur enn og aftur til við bæjarstjórn að nauðsynlegt sé að fara yfir muni í safnageymslu bæjarins sem tengjast Pakkhúsinu.
  2. Umræður um jólatónleika
  3. Menningarnefnd hefur hug á að bjóða forseta bæjarstjórnar á næsta fund.
  4. Þátttaka Snæfellsbæjar í Útsvari var rædd og ákveðið að auglýsa eftir þátttakendum/tilnefningum í Jökli.

 

  1. Önnur mál

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18