285. fundargerð bæjarráðs

285. fundur bæjarráðs – undirrituð fundargerð

285. fundur bæjarráðs Snæfellsbæjar, haldinn þriðjudaginn 16. maí 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 12:00.

 

Mættir:

Kristjana Hermannsdóttir

Júníana Björg Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Formaður sagði frá því að fundurinn hafi ekki verið boðaður með réttum fyrirvara og óskaði eftir því að fundarmenn kæmu með athugasemdir ef einhverjar væru.  Engar athugasemdir komu frá fundarmönnum og var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá:

 • Bréf frá skólastjóra GSNB, dags. 15. maí 2017, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna viðhalds og nýframkvæmda.

Hilmar Már Arason, skólastjóri, mætti á fundinn og var hann boðinn velkominn.  Byrjaði Hilmar á að fara yfir skólastarfið á síðastliðnu skólaári og fór m.a. yfir það að 8-10 bekkur hafi notið einstakrar velvildar frá fyrirtækjum á svæðinu, en þeim hefur verið boðið í ferðir á þeirra vegum.  Bæjarráð vill koma á framfæri þakklæti fyrir þann velvilja sem samfélagið sýnir skólastarfinu.

Fylgdi hann svo erindinu úr hlaði og fór yfir þær framkvæmdir sem búið er að fara í og þær sem liggur mest á að fara í á árinu.  Vék hann svo af fundi og var þökkuð koman.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu til viðhaldsframkvæmda á skólahúsnæðinu á Hellissandi og í Ólafsvík, allt að kr. 7.600.000.- og verður liðurinn Ófyrirséð lækkaður um samsvarandi upphæð.

 

 • Bréf frá ungmennaráði, dags. 15. maí 2017, varðandi frisbee-golfvöll í Snæfellsbæ.

Bæjarráð þakkar ungmennaráði bréfið og samþykkti samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 210.000.- til að setja upp frisbee-golfvelli á Hellissandi og í Ólafsvík.

 

 • Bréf frá KG fiskverkun, dags. 27. apríl 2017, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að Faxaborg SH-207, sknr. 2464.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti að Faxaborg SH-207, sknr. 2464.

 

 • Bréf frá Sigrúnu J. Baldursdóttur, dags. 8. maí 2017, varðandi launaða námsleyfisdaga á skólaárinu 2017-2018.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita Sigrúnu allt að 5 dögum á launum til að stunda nám sitt á skólaárinu 2017-2018, en vill taka það fram að allir þessir dagar verði ákveðnir í samráði við skólastjóra.  Undanfarin tvö ár hefur starfsfólk GSNB fengið að taka frí allt að 3 dögum á launum í samráði við skólastjóra.  Bæjarráð telur eðlilegt að þessir þrír dagar séu innifaldir í ofangreindu 5 daga launuðu námsleyfi.

 

 • Umsóknir um hundahald:
 1. Andri Steinn Benediktsson sækir um að halda hundinn Brúnó

Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.

 

 1. Elín Sigurveig Jónsdóttir sækir um að halda hundinn Varg

      Bæjarráð samþykkti umsóknina samhljóða.

 

 • Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 5. maí 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hótels Arnarstapa ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki V, hótel, að Bárðarslóð á Arnarstapa, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Hótels Arnarstapa ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki V, hótel, að Bárðarslóð á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.  Bæjarráð setur einnig fyrirvara um það að húsin eru ekki öll komin á staðinn.  Jafnframt hefur sorphirðusamningur ekki borist.

 

 • Bréf frá Minjastofnun Íslands, dags. 10. maí 2017, varðandi Pakkhúsið í Ólafsvík.

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

 

 • Bréf frá Íbúðalánasjóði, ódags., varðandi kynningarfund um gerð húsnæðisáætlana.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 19. apríl 2017, varðandi arðgreiðslu 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá Landskerfi bókasafna, dags. 2. maí 2017, varðandi aðalfund 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:10

 

 

 

____________________________

Kristjana Hermannsdóttir

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Júníana Björg Óttarsdóttir                                              Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                         Lilja Ólafardóttir, bæjarritari