286. fundur bæjarráðs

286. fundur bæjarráðs – undirrituð fundargerð

286. fundur bæjarráðs Snæfellsbæjar, haldinn miðvikudaginn 14. júní 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 12:00.

 

Mættir:

Kristjana Hermannsdóttir

Júníana Björg Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

 

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá:

 • Fundargerð 105. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 6. júní 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

 • Fundargerð 169. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 6. júní 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Fundargerð 130. fundar stjórnar SSV, dags. 10. maí 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Fundargerð 395. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 23. maí 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 24. maí 2017, varðandi úrskurð ráðuneytisins í máli SRN17041108, kæra Móabyggðar vegna synjunar Snæfellsbæjar á niðurfellingu álagsð vatnsgjalds fyrir árið 2015.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 6. júní 2017, varðandi leyfisveitingar fyrir gáma.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að beina því til umhverfis- og skipulagsnefndar að takmarka leyfisveitingar fyrir gáma eins og hægt er.  Eingöngu ætti að veita tímabundið leyfi fyrir gáma í kringum nýbyggingar eða stórframkvæmdir.  Á undanförnum árum hefur verið gert átak í því að fækka gámum í sveitarfélaginu og er það stefna Snæfellsbæjar að þeir séu sem fæstir á hverjum tíma.

Varðandi gatnagerðargjöldin þá verði það mál skoðað við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

 

 • Bréf frá Félagi eldri borgara, dags. 29. maí 2017, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Klifi vegna jólabasars þann 26. nóvember 2017.

Bæjarstjórn samþykkti erindið samhljóða enda fellur það undir reglur bæjarstjórnar um niðurfellingar á húsaleigu félagsheimilanna.  Bæjarstjórn tekur fram að niðurfellingin á einungis við um leigu, en ekki þrif, gjöld eða annan kostnað sem til gæti fallið.

 

 • Reglur um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í Snæfellsbæ.

Bæjarstjóri fór yfir smávægilega breytingar á reglunum frá fyrri útgáfu.  Bæjarráð samþykkti reglurnar samhljóða.

 

 • Bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 8. júní 2017, varðandi kaup sveitarfélaga á fasteignum í eigu sjóðsins.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Minnispunktar bæjarstjóra.
 1. Bæjarstjóri ræddi um fund með atvinnuráðgjafa.

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:35

 

 

 

____________________________

Kristjana Hermannsdóttir

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Júníana Björg Óttarsdóttir                                              Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

 

____________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri