287. fundur bæjarráðs

287. fundur bæjarráðs – undirrituð fundargerð

287. fundur bæjarráðs Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 6. júlí 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 12:00.

 

Mættir:

Kristjana Hermannsdóttir

Júníana Björg Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Formaður óskaði eftir því að taka inn með afbrigðum sem 15. lið bréf frá Möns ehf., dags. 5. júlí 2017.  Var það samþykkt og að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá:

 • Fundargerðir 151. og 152. fundar menningarnefndar, dags. 29. maí og 7. júní 2017.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.

 

 • Fundargerðir 142. og 143. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 27. mars og 22. maí 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands, dags. 14. júní 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Fundargerðir 33. og 34. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30. maí og 7. júní 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá Sorpurðun Vesturlands, dags. 24. júní 2017, varðandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, ásamt fundargerð samráðsnefndar sorpsamlaganna, dags. 11. maí 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá Guðmundi Ragnari, dags. 23. júní 2017, varðandi gistiheimili í íbúðagötum.

Bæjarstjóri fór yfir málið og það sem búið er að gera.

 

 • Bréf frá Unni Emanúelsdóttur, dags. 28. júní 2017, varðandi uppsögn á starfi sem umsjónarmaður Klifs.

Bæjarráð þakkar Unni samstarfið í gegnum árin.

Bæjarráð mun taka ákvörðun um framhaldið á næsta fundi.

 

 • Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 30. júní 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Pegron ehf. um leyfi fyrir gististað í flokki II, íbúð, að Stóra-Kambi, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Pegron ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúð, að Stóra-Kambi í Breiðuvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 

 • Bréf frá Hermínu K Lárusdóttur, dags. 22. júní 2017, varðandi ósk um námsleyfi skólaárið 2017-2018.

Bæjarráð samþykkti erindið samhljóða.

 

 • Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. júní 2017, varðandi vináttu í verki.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita styrk upp á kr. 250.000.-

 

 • Erindisbréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, til Ragnhildar Sigurðardóttur og Sturlu Böðvarssonar, dags. 9. júní 2017, vegna Breiðafjarðarnefndar.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. júní 2017, varðandi nýja persónuverndarlöggjöf.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 14. júní 2017, varðandi eftirfylgni með úttekt á Leikskóla Snæfellsbæjar.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 14. júní 2017, varðandi eftirfylgni með úttekt á Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá Möns ehf., dags. 5. júlí 2017, varðandi leyfi fyrir borðum fyrir framan söluvagn á Arnarstapa.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar og óskar eftir því að það verði tekið fyrir eins fljótt og auðið er.

 

 • Minnispunktar bæjarstjóra.
 1. Bæjarstjóri sagði frá því að malbikunarvinna sé að hefjast. Lagði hann fram lista yfir þá staði sem til stendur að malbika í sumar.
 2. Bæjarstjóri sagði frá ljósaleiðaraverkefninu.
 3. Bæjarstjóri sagði frá því að heimsóknum á tjaldstæðin hér í Snæfellsbæ hafi fjölgjað mjög milli ára. Í maí 2016 voru 380 gestir en í maí 2017 voru 1145 gestir.  Í júní 2016 voru 2396 gestir og á sama tíma 2017 voru 3946 gestir á tjaldstæðunum okkar.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:45

 

 

 

____________________________

Kristjana Hermannsdóttir

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Júníana Björg Óttarsdóttir                                              Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                         Lilja Ólafardóttir, bæjarritari