288. fundur bæjarráðs

288. fundur bæjarráðs – undirrituð fundargerð

288. fundur bæjarráðs Snæfellsbæjar, haldinn miðvikudaginn 19. júlí 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 12:00.

 

Mættir:

Kristjana Hermannsdóttir

Júníana Björg Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundin.  Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá:

  • Fundargerð 106. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 13. júlí 2017.

Bæjarráð fjallaði sérstaklega um 11. lið, varðandi umsókn um leyfi fyrir borðum við söluvagn á Arnarstapa.  Í svari umhverfis- og skipulagsnefndar til bæjarráðs kemur fram að eingöngu hafi verið veitt stöðuleyfi fyrir söluvagn og að það innifæli ekki leyfi fyrir borðum.  Jafnframt segir að í deiliskipulagi fyrir svæðið sé eingöngu leyfi fyrir litlum stöðulóðum þar sem koma megi fyrir söluvögnum ef öll skilyrði til starfsleyfis séu uppfyllt.

Bæjarráð telur því að það hafi ekki heimild til að veita leyfi fyrir borðum við söluvagninn á Arnarstapa, þar sem umhverfis- og skipulagsnefnd hafi ekki gefið leyfi fyrir þeim.

Fundargerðin var samþykkt samhljóða með framkominni athugasemd.

 

  • Fundargerð 125. fundar hafnarstjórnar, dags. 13. júlí 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  • Fundargerð 131. fundar stjórnar SSV, dags. 14. júní 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  • Fundargerð 851. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. júní 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

  • Bréf frá íbúum við Grundarbraut 39-48, dags. 17. júlí 2017, varðandi umferðarhraða í götunni.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela tæknideild og umhverfis- og skipulagsnefnd að fara yfir málið.  Tæknideild var jafnframt falið að ganga frá skiltamálunum hið snarasta.

 

  • Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 7. júlí 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar við umsókn Snæhesta ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki IV, stærra gistiheimili, að Lýsuhóli í Staðarsveit, Snæfellsbæ.

Bæjarráð Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Snæhesta ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki IV, stærra gistiheimili, að Lýsuhóli í Staðarsveit, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.  Hins vegar gerir bæjarráð athugasemd við það að sorpsamningur liggur ekki fyrir og mun bæjarráð ekki senda frá sér jákvæða umsögn fyrr en hann berst.

 

  • Bréf frá Þjóðskrá Íslands, dags. 12. júlí 2017, varðandi tilkynningu um fasteignamat 2018.

Lagt fram til kynningar.

 

  • Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 29. júní 2017, varðandi áætlun vegna refaveiða 2017-2019.

Lagt fram til kynningar.

 

  • Minnispunktar bæjarstjóra.
  1. Bæjarstjóri fór yfir áætlaðar framkvæmdir í sveitarfélaginu.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:52

 

 

 

____________________________

Kristjana Hermannsdóttir

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Júníana Björg Óttarsdóttir                                              Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                         Lilja Ólafardóttir, bæjarritari