290. fundur bæjarráðs

290. fundur bæjarráðs – undirrituð fundargerð

290. fundur bæjarráðs Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 21. september 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 12:00.

 

Mættir:

Kristjana Hermannsdóttir

Júníana Björg Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundin.  Var að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá:

 • Minnisblað frá bæjarstjóra, dags. 18. september 2017, varðandi fyrirkomulag um rekstur tjaldstæða.

Bæjarstjóri fór yfir rekstur tjaldstæðanna í sumar og sagði frá því að núverandi rekstraraðila hefði óskað eftir langtímasamningi um tjaldstæðin.  Umsjónaraðilar komu hér í vikunni og fóru yfir þá punkta sem þeim finnst að betur mætti fara.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að ræða við umsjónaraðilana um þriggja ára samning.  Jafnframt var samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Útilegukortsins um hvort til standi að gera einhverjar breytingar á þeim til að koma í veg fyrir misnotkun á kortunum.  Einnig var samþykkti að endurskoða gjaldskrá tjaldstæðanna fyrir næsta sumar.

 

 • Minnisblað frá bæjarstjóra, dags. 18. september 2017, varðandi heimild til að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og bæjarritara að hefja vinnu við fjárhags-áætlunargerð ársins 2018.

 

 • Bréf frá leikskólastjóra, dags. 29. ágúst 2017, varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna endurnýjunar á hitatúpu á leikskóla Snæfellsbæjar/Krílakot.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins og fela bæjarstjóra og bæjarritara að kanna þetta betur.

 

 • Bréf frá forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, dags. 19. september 2017, varðandi ósk um staðfestingu bæjarráðs á ábyrgð vegna lántöku.

Snæfellsbær samþykkir hér með á bæjarráðsfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 20.000.000.-, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.  Nær samþykki bæjarráðs jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til kaupa á húsnæði fyrir endurhæfingar- og vinnustofu fatlaðra og aðila með skerta starfsgetu sem felur í sér að vera vekefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Sveini Þ Elinbergssyni – Kristni Jónassyni, kt.: 280956-5039 – 300965-3779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Snæfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tekngjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 

 • Bréf frá Sigrúnu Ögmundsdóttur, dags. 10. september 2017, varðandi umgengni á Arnarstapa, ásamt svarbréfi bæjarstjóra, dags. 11. september 2017.

Bæjarstjóri fór yfir málið.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá Dögg Mósesdóttur, dags. 19. september 2017, varðandi 10 ára afmælishátíð Northern Wave kvikmyndahátíðarinnar.

Bæjarráð samþykkti samhljóða styrk að upphæð kr. 600.000.-

 

 • Bréf frá SSV, dags. 8. september 2017, varðandi haustþing SSV þann 11. október n.k.

Júníana B Óttarsdóttir kemur inn sem aðalmaður fyrir Snæfellsbæ í stað Kristínar B Árnadóttur.  Aðrir aðalmenn eru Kristjana Hermannsdóttir, Kristján Þórðarson og Fríða Sveinsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá verkefnastjóra umhverfisvottunar EarthCheck, dags. 8. september 2017, varðandi stefnu Snæfellsbæjar um minnkun plasts.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með þetta verkefni

 

 • Bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11. september 2017, varðandi byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.

Bæjarstjóri sagði frá því að erindinu hafi verið svarað.

 

 • Bréf Mannvirkjastofnunar til Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júlí 2017, varðandi kostnað við tengingu skjalastjórnunarkerfa sveitarfélaga við Byggingargátt.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. september 2017, varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá SAMAN hópnum, ódags., varðandi segulspjöld með útivistarreglum barna.

Lagt fram til kynningar.

 

 • Bréf frá bæjarritara, dags. 18. september 2017, varðandi ósk um heimild til afskrifta. Gögn lögð fram á fundinum – trúnaðarmál.

Bæjarritari fór yfir listann.

Bæjarráð samþykkti samhljóða afskriftir skv. framlögðum lista sem færður er í trúnaðarmálabók.

 

 • Minnispunktar bæjarstjóra.
 1. Bæjarráð samþykkti samhljóða að styrkja verkefnið „Á allra vörum“ um kr. 200.000.-
 2. Bæjarstjóri sagði frá því að búið er að ráða umsjónarmann við félagsheimilin Klif og Röst.
 3. Búið er að bjóða út blásturinn í ljósleiðaraverkefninu. Leiðarinn ehf. var með lægsta tilboð og voru ráðnir til verksins.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:20

 

 

 

____________________________

Kristjana Hermannsdóttir

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Júníana Björg Óttarsdóttir                                              Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                         Lilja Ólafardóttir, bæjarritari