291. fundur bæjarráðs

291. fundur bæjarráðs – undirrituð fundargerð

291. fundur bæjarráðs Snæfellsbæjar, haldinn þriðjudaginn 17. október 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 12:00.

                    

Mættir:

Björn H Hilmarsson í fofröllum KH

Júníana Björg Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Björn, varamaður formanns bæjarráðs, setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundin.  Óskaði hann eftir því að fá að taka inn með afbrigðum sem 2. lið bréf frá Helen Billington og Eggerti Bjarnasyni.  Var það samþykkt og að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá:

  • Kjörskrá fyrir alþingiskosningar þann 28. október 2017.

Farið var yfir kjörskrá sem er nýkomin í hús frá Þjóðskrá Íslands.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá.  Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 28. október nk. í samræmi við 27. gr. laga       um kosningar til Alþingis.

 

  • Bréf frá Helen Billington og Eggerti Bjarnasyni, dags. 16. október 2017, varðandi námsvist í grunnskóla utan lögheimilissveitarfélags.

Í samræmi við grein 4-c í reglum Snæfellsbæjar vegna nemenda leik- og grunnskóla sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags, samþykkir bæjarráð samhljóða umsóknina fyrir haustönn 2017.  Bent er á að samþykkið gildir einungis til áramóta.  Jafnframt er það skýrt að samþykki bæjarráðs nær eingöngu yfir kostnað vegna skólavistar nemandans og mun ekki taka þátt í kostnaði við að koma barninu til og frá skóla.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:20

 

 

 

____________________________

Björn H Hilmarsson

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Júníana Björg Óttarsdóttir                                              Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                         Lilja Ólafardóttir, bæjarritari