292. fundur bæjarráðs

292. fundur bæjarráðs – undirrituð fundargerð

292. fundur bæjarráðs Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 30. nóvember 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 12:00.

                    

Mættir:

Kristjana Hermannsdóttir

Júníana Björg Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

 

Formaður bæjarráðs setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundin.  Óskaði hún eftir því að fá að taka inn með afbrigðum sem 10. lið forkaupsrétt að Aski SH-165, og sem 11. lið umsóknir um hundaleyfi frá Snorra Rafnssyni.  Var það samþykkt og að því búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá:

 • Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 21. nóvember 2017, varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að við úthlutun byggðakvóta í Snæfellsbæ (Arnarstapa, Hellissandi, Rifi og Ólafsvík), þá verði farið eftir reglugerð Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 3. júlí 2017, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018.

 

Þó óskar bæjarráð Snæfellsbæjar eftir því að gerðar verði þrjár breytingar á úthlutunarreglum fyrir byggðakvóta í Snæfellsbæ.  Þær eru eftirfarandi:

 

1)  Í 1.gr., C lið breytist orðalagið úr „í viðkomandi byggðarlagi“ í „í viðkomandi sveitarfélagi“.

2)  Í 4.gr., 1.mgr. (6. lína), breytist orðalagið úr „í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðarlags“ í „í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags“.

3)  Í 6.gr., 1.mgr. (1. lína), breytist orðalagið úr „innan hlutaðeigandi byggðarlaga“ í „innan hlutaðeigandi sveitarfélaga“.

 

Rök bæjarráðs Snæfellsbæjar fyrir þessum breytingum er sú staðreynd að á Arnarstapa og á Hellissandi eru ekki reknar fiskvinnslur og því er ekki hægt að landa afla til vinnslu á þeim stöðum.

 

Ef ráðuneytið verður við þessum óskum, þá mun byggðakvótinn nýtast innan sveitarfélagsins, en það skiptir miklu máli fyrir Snæfellsbæ að geta nýtt úthlutaðan byggðakvóta.

 

 • Bréf frá Veronicu og Gunnari á Brimilsvöllum, dags. 23. nóvember 2017, varðandi kostnað við færslu á reiðvegi.

Bæjarráð samþykkti að kanna hvernig hægt væri að lágmarka kostnað við verkið og hvernig væri mögulegt að fjármagna það, m.a. með því að leita samstarfs við Vegagerðina.

 

 • Umsókn um hundahald: Gunnsteinn Sigurðsson sækir um leyfi til að halda hundinn Tobba.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

 

 • Umsókn um hundahald: Sveinbjörg Eyvindsdóttir sækur um leyfi til að halda hundinn Dimmu.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

 

 • Bréf frá skólastjóra GSNB, dags. 23. nóvember 2017, varðandi umsókn um aukafjárveitingu vegna ofnaskipta.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu upp á kr. 850.000.- til þessa verkefnis.  Upphæðin verður tekin af liðnum „Ófyrirséð“.

  

 • Bréf frá sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju, dags. 21. nóvember 2017, varðandi ósk um niðurfellingu á leigu í Klifi vegna 50 ára afmælis kirkjunnar.

Þetta erindi fellur því miður ekki undir reglur Snæfellsbæjar um niðurfellingu á leigu í félagsheimilum bæjarins.  Bæjarráð samþykkti því samhljóða að hafna erindinu.

 

 • Bréf frá Snorrasjóði, dags. 20. nóvember 2017, varðandi ósk um stuðning við Snorraverkefnið 2018.

Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

 

 • Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar árið 2018.

Farið var yfir fjárhagsáætlun 2018, en litlar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar til seinni umræðu í bæjarstjórn.

 

 • Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar árin 2019-2021.

Bæjarráð vísaði þriggja ára áætluninni til samþykktar í bæjarstjórn.

 

 • Kaupsamningur vegna forkaupsréttar Snæfellsbæjar að Aski SH-165, skrn. 1811.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að falla frá forkaupsrétti sínum að bátnum Aski SH-165, skrn. 1811.

 

 • Umsóknir um hundahald frá Snorra Rafnssyni.

Bæjarráð samþykkti umsóknirnar samhljóða.

 

 • Minnispunktar bæjarstjóra.
 1. Rætt um fjármál Snæfellsbæjar.
 2. Bæjarstjóri fór yfir ljósleiðaramálin.
 3. Bæjarstjóri fór yfir uppgjör á lífeyrisskuldbindingum.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:48

 

 

 

____________________________

Kristjana Hermannsdóttir

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Júníana Björg Óttarsdóttir                                              Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

 

____________________________                            ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                         Lilja Ólafardóttir, bæjarritari