298. fundur bæjarstjórnar

298. fundur bæjarstjórnar – undirrituð fundargerð

298. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, haldinn fimmtudaginn 4. maí 2017 og hófst hann í Ráðhúsi Snæfellsbæjar kl. 14:30.

 

Mætt:

Björn H Hilmarsson

Brynja Mjöll Ólafsdóttir

Rögnvaldur Ólafsson

Júníana B Óttarsdóttir

Fríða Sveinsdóttir

Svandís Jóna Sigurðardóttir

Kristján Þórðarson

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Lilja Ólafardóttir, bæjarritari

Forseti bæjarstjórnar setti fund, bauð fundarmenn velkomna á fundinn.  Óskaði hann eftir að fá að taka inn með afbrigðum sem 20. lið fundargerð 124. fundar hafnarstjórnar, sem 21. lið erindi og skýrslu frá nefnd um bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Snæfellsbæ, sem 22. lið bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna umsagnar um rekstrarleyfi fyrir Viðvík og sem 23. lið bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna umsagnar um rekstrarleyfi fyrir Hótel Arnarstapa/Snjófell.  Var það samþykkt og að svo búnu gengið beint til boðaðrar dagskrár.

 

Dagskrá bæjarstjórnarfundarins:

 1. Ársreikningur Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2016.

Endurskoðendur Snæfellsbæjar, Jónas Gestur Jónasson og Kristinn Kristófersson, mættu á fundinn og voru þeir boðnir velkomnir.  Gerðu þeir grein fyrir helstu atriðum ársreikningsins, ásamt því að fara yfir samanburðartölur milli sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða ársreikning Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2016 og voru þeir undirritaðir.

Viku endurskoðendur að þessu loknu af fundi og var þeim þökkuð koman.

 

 1. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 19. apríl 2017.

Afgreiddir voru allir liðir nema liður 3.  Allir liðir samþykktir samhljóða.

Undir lið 3 vék Björn af fundi og tók Kristján við stjórn fundarins.  Liður 3 samþykktur athugasemdalaust.

Björn kom aftur inn á fund og tók við stjórn fundarins.

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 167. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. apríl 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 20. aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands hf., dags. 29. mars 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 32. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30. mars 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 393. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 27. mars 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 849. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá skipulags- og byggingarfulltrúa, ódags., varðandi aðalskipulag Snæfellsbæjar.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir að tillaga að aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031 ásamt fylgiritum verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar, með það að markmiði að auglýsa hana ksv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

 

 1. Bréf frá stjórn Sjóminjasafnsins á Hellissandi, dags. 11. október 2016, varðandi innheimtu gjalda vegna viðbyggingar.

Gjöld eru aldrei felld niður, en Snæfellsbær getur komið til móts við þessi gjöld með veitingu styrks.

 

 1. Bréf frá stjórn Sjóminjasafnsins á Hellissandi, dags. 11. október 2016, varðandi lagfæringu og stækkun á bílastæði Sjóminjasafnsins.

Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarstjóra að ræða við stjórnina og koma með tillögur og skýrslu um málið á næsta bæjarstjórnarfund.

 

 1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 2. maí 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hellisbrautar 18 ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Hellisbraut 18a á Hellissandi, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Hellisbrautar 18 ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Hellisbraut 18a á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 

 1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 11. apríl 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn J.M.Ondycz ehf, um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingastofa og greiðasala, að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn J.M.Ondycz ehf., um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingasala og greiðasala, að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 

 1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 26. apríl 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Birkisólar ehf. um rekstrarleyfi til sölu veitinga á Arnarstapa. Bréfið var áður tekið fyrir í bæjarstjórn þann 5. apríl s.l., en þá vantaði gögn.  Þau fylgja nú með.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Birkisólar ehf., um rekstrarleyfi til sölu veitinga á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn.

 

 1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 27. apríl 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hellisbrautar 18 ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Munaðarhóli 16 á Hellissandi, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Hellisbrautar 18 ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Munaðarhóli 16 á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn

 

 1. Bréf frá Fjölís, dags. 4. apríl 2017, varðandi samning um afritun verndaðra verka.

Samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga frá samningnum.

 

 1. Bréf frá SSV, dags. 4. apríl 2017, varðandi höfnun á stofn- og rekstrarstyrk fyrir Pakkhúsið í Ólafsvík.

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá UMFÍ, ódags., varðandi ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ á Laugarbakka 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá Ferðamálasamtökum Snæfellsness, dags. 6. apríl 2017, varðandi ályktun um opnun gestastofu fyrir Svæðisgarðinn Snæfellsnes.

Lagt fram til kynningar.

 

 

 1. Bréf Ferðamálasamtaka Snæfellsness til Vegagerðarinnar, dags. 5. apríl 2017, varðandi áhyggjur og óánægju vegna takmarkaðrar vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á Snæfellsnesi.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar tekur heilshugar undir þessar áhyggjur ferðamálasamtakanna um takmark-aða vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á Snæfellsnesi.

 

 1. Fundargerð 124. fundar hafnarstjórnar Snæfellsbæjar, dags. 3. maí 2017.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

 1. Bréf og skýrsla frá nefnd um bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Snæfellsbæ, dags. 4. maí 2017.

Skýrslan var lögð fram til kynningar og vísað til nánari umfjöllunar á næsta bæjarstjórnarfundi.

 

 1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 4. maí 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Saxhóls ehf., um leyfi til að reka veitingastað í flokki II, veitingahús, í Viðvík við Útnesveg á Hellissandi, Snæfellsbæ.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Saxhóls ehf. um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingahús, í Viðvík við Útnesveg á Hellissandi, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn

 

 1. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 23. mars 2017, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hótel Arnarstapa ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki V, hótel, sem sem reka á sem Hótel Arnarstapa/Snjófell á Arnarstapa, Snæfellsbæ. Bréfið var áður tekið fyrir í bæjarstjórn þann 5. apríl s.l. og var frestað.  Nú liggja fyrir öll gögn.

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkir fyrir sitt leyti ofangreinda umsókn Hótel Arnarstapa ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki V, hótel sem reka á sem Hótel Arnarstapa/Snjófell á Arnarstapa, Snæfellsbæ, að því tilskildu að umhverfis- og skipulagsnefnd, slökkviliðsstjóri og yfirmaður tæknideildar gefi jafnframt jákvæða umsögn

Bæjarstjórn gerir enn athugasemd við það að meðfylgjandi sorphirðusamningum er ekki í samræmi við, og mun eflaust ekki anna, þeirri starfsemi sem fara á fram í húsinu.

 

 1. Minnispunktar bæjarstjóra.
  1. Bæjarstjóri sagði frá að búið væri að semja um lagningu ljósleiðara. Byrjað verður á verkinu þann 20. maí.
  2. Bæjarstjóri sagði frá fundi með þjóðgarðsnefnd sem var fyrr í dag.
  3. Bæjarstjóri fór yfir staðgreiðsluyfirlit 2017.
  4. Bæjarstjóri fór yfir rekstraryfirlit stofnana janúar – mars.
  5. Bæjarstjóri sagði frá því að búið er að opna tjaldstæðin í Ólafsvík og á Hellissandi.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40

 

 

 

____________________________

Björn H Hilmarsson

 

 

 

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristjana Hermannsdóttir                                 Kristján Þórðarson

 

 

 

 

 

 

____________________________              ___________________________

Rögnvaldur Ólafsson                                       Fríða Sveinsdóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Júníana B Óttarsdóttir                                      Svandís Jóna Sigurðardóttir

 

 

 

____________________________              ___________________________

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri                           Lilja Ólafardóttir, bæjarritari