Monthly Archives

July 2018

Hönnun á tröppustíg á Saxhóli tilnefnd til verðlauna

By Fréttir

Tröppustígurinn á Saxhóli í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli hefur hlotið mikið lof síðustu mánuði. Nú hefur teiknistofan Landslag, sem hannaði tröppustíginn fyrir Umhverfisstofnun, verið tilnefnd til virtra verðlauna, Rosa Barba European Landscape, fyrir hönnun hans. Þetta er fjórða tilnefning Saxhólströppustígsins til verðlauna á rúmu ári, en þessi talin þau stærstu.

Það er ánægjulegt þegar verkefni sem unnin eru innan sveitarfélagsins og í nágrenni þess takast vel til og ekki úr vegi að óska Landslag og Þjóðgarðinum til hamingju með þessa tilnefningu. 

 

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

By Fréttir

Ríkisstjórnarfundur var haldinn að Langaholti í Staðarsveit í gær, mánudaginn 16. júlí.

Að loknum sumarfundi ríkisstjórnarinnar fundaði ríkisstjórnin með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Á þeim fundi var m.a. farið yfir áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum og mál sem rædd voru á ríkisstjórnarfundinum og tengjast byggðamálum. Þá fóru fulltrúar sveitarstjórna á svæðinu yfir stöðu mála og kynntu sín helstu áherslumál.

Í kjölfarið var haldinn blaðamannafundur þar sem kynning á fyrsta áfanga þjónustukorts fór fram, sjá nánar á thjonustukort.is.

 

Dagskrá Sandara- og Rifsaragleði 2018

By Fréttir

Gleðin verður allsráðandi í Snæfellsbæ um helgina þegar Sandara- og Rifsaragleði verður haldin. Gleðin hefst á fimmtudegi með uppistandi Ara Eldjárns og lýkur á sunnudegi með tónleikum Halldórs Gylfasonar. Á milli þess sem þessir miklu gleðigjafar koma fram verður nóg um að vera í bænum og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Skipulagsnefnd og aðrir sem koma að gleðinni með einhverjum hætti eiga hrós skilið fyrir metnaðarfulla og glæsilega dagskrá.

Hér má nálgast dagskrá hátíðarinnar - góða skemmtun