Monthly Archives

August 2018

Upplýsinga- og samráðsfundur um endurheimt votlendis

By Fréttir

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes boðar til fundar í félagsheimilinu Breiðabliki fimmtudagskvöldið 30. ágúst kl. 20.30 þar sem fjallað verður um endurheimt votlendis. Rætt verður um málefnið út frá vísindalegri þekkingu, verklegum framkvæmdum, regluramma og sjónarhóli bænda.

Fundurinn er opinn og því allir velkomnir. Þó er því beint sérstaklega til landeigenda, bænda og bæjar- og sveitarstjórnenda og annarra hlutaðeigandi að mæta. Umræður verða vonandi líflegar.

Dagskrá fundar:

Loftlagsmál, endurheimt votlendis og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes.
Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri Svæðisgarðsins.

Vísindin á bak við endurheimt votlendis.
Dr. Hlynur Óskarsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Hvernig er votlendi endurheimt?
Sunna Áskelsdóttir og Iðunn Hauksdóttir, sérfræðingar Landgræðslunnar

Reglur og lög um framræsingu lands.
Árni Bragason, landgræðslustjóri.

Kaffihlé.

Sauðfjárbændur og loftlagsmál.
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.

Hlutverk Votlendissjóðsins fyrir landeigendur.
Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðsins.

Umræður.

Meðfylgjandi mynd: Facebook síða Votlendis

Lokanir á vegum 24. ágúst vegna Íslandsmótsins í rallý

By Fréttir

Fjórða umferð Íslandsmótsins í rallý fer fram á suðvestur- og vesturhluta landsins dagana 23.-25. ágúst n.k. og fer annar keppnisdagur að miklu leyti fram í Snæfellsbæ. Keppnum af þessu tagi fylgja lokanir fyrir almenna umferð á keppnisleiðum og er fólk beðið að virða lokanir af öryggisástæðum.

Föstudaginn 24. ágúst n.k. verður ekið um Jökulháls og Eysteinsdal og almenn umferð óheimil á þessum slóðum á milli 10:00 og 14:30. Sama dag verður ekið um Berserkjahraun í Helgafellssveit og lokað fyrir almenna umferð frá 14:00 – 18:00.

Nánari upplýsingar um keppnisleiðir og tímasetningar má finna á vef Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.  Starfsfólk keppninnar vill koma því á framfæri að lokanir eru gerðar í samráði við yfirvöld og landeigendur. Þá má geta þess að keppnisbílar verða til sýnis og skoðunar við söluskála Ó.K. skömmu fyrir hádegi og aftur um tvöleytið.

Til upplýsingar birtum við hér tímasetningar allra lokana á vegum vegna mótsins:

23. ágúst

Hvaleyrarvatn: 15:30 – 17:30
Djúpavatn: 16:15 – 18:30
Kvartmílubrautin: 18:30 – 21:00

24. ágúst

Jökulháls: 10:00 – 14:30
Eysteinsdalur: 10:00 – 14:30
Berserkjahraun: 14:00 – 18:00
Skíðsholt: 16:00 – 18:30

25. ágúst

Kaldidalur: 08:00 – 11:00
Skjaldbreiðarvegur: 09:00 – 14:00
Tröllháls: 12:30 – 15:00
Djúpavatn: 14:00 – 16:30

 

Skólasetning Grunnskóla Snæfellsbæjar

By Fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar verður settur á morgun, miðvikudaginn 22. ágúst.

Fer skólasetning fram í sölum starfstöðvanna áður en nemendur hitta umsjónarkennara sína. Foreldrar og velunnarar skólans eru boðnir velkomnir.

Nemendur mæta sem hér segir:

Nemendur í 4. – 7. bekk mæta kl. 10:00 í Ólafsvík.
Skólabíll fer frá Hellissandi kl. 9:40.

Nemendur í 8. – 10. bekk mæta kl. 11:00 í Ólafsvík.
Skólabíll fer frá Hellissandi kl. 10:40.

Nemendur í 2. og 3. bekk mæta kl. 12:00 á Hellissandi.
Skólabíll fer frá Ólafsvík kl. 11:40.

Allir nemendur á Lýsu mæta kl. 14:00.
Þeir sem vilja nýta skólabíla hafi samband við skólabílstjóra.

Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar, norðan heiðar, verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara sinna barna þriðjudaginn 21. ágúst og miðvikudaginn 22. ágúst.

Skóli hefst síðan samkvæmt stundarskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Nemendur og forráðamenn geta nálgast stundatöflur inn á Mentor.

Meðfylgjandi mynd var tekin af útskriftarnemum við skólaslit síðasta vetrar. Hægt er að smella á myndina til að sjá hana í betri upplausn.

 

Laust starf í leikskólanum Krílakoti

By Fréttir, Laus störf

Leikskóli Snæfellsbæjar óskar eftir starfsmanni til ræstingar í Krílakoti.

Um er að ræða 91% starf. Vinnutími frá 8:00 – 15:00. Starfið felur í sér þrif í leikskólanum og þvotta. Starfið krefst þrifnaðar, sjálfstæðis og skipulagningar.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningum SDS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingigerður Stefánsdóttir, leikskólastjóri.

Hægt er að skila umsóknum til hennar í netfangið leikskolar@snb.is. Vinsamlegast tilgreinið nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og fyrri störf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Vinsamlega athugið að í lögum um leikskóla nr. 90/2008 segir í 3. mgr. 6. gr:  „Óheimilt er að ráða til starfa við leikskóla einstakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningar­laga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild leikskólastjóra til að afla upplýs­inga úr sakaskrá.

Heima á Snæfellsnesi 2018

By Fréttir

Heima á Snæfellsnesi er nafn viðburða sem Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hefur skipulagt og felur í sér að farnar verða þrjár hringleiðir um Snæfellsnes, stoppað á áhugaverðum stöðum og sögur lesnar úr landslaginu. Þetta verða fjölskylduvænar ferðir með áherslu á átthagafræði.

Sunnudaginn 12. ágúst er komið að fyrstu hringleiðinni og verður farið yfir Fróðárheiði og fyrir Jökul.

Dagskrá:

Kl. 12.12 Lagt af stað frá Tröð á Hellissandi.
Sameinumst í bíla eftir þörfum og höldum í Átthagastofuna í Ólafsvík. Þar verða viðkomustaðir hringferðarinnar kynntir og kaffi á boðstólum.

Stoppað verður við Bjarnarfoss, útsýnispallinn við höfnina á Arnarstapa og á Malarrifi.

Frá kl. 19.30 í Tröð.
Að lokinni hringferð ætlum við að grilla saman (þeir sem vilja, hver kemur með sitt nesti), fara í leiki og hafa gaman (allir hvattir til að taka með það sem þeim finnst skemmtilegt). Þeir sem komast ekki í hringferðina eru hvattir til að koma og grilla með okkur.

Hver ber ábyrgð: Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. Ragnhildur Sigurðardóttir les sögur úr landslaginu.

Næsta hringferð verður um Fróðárheiði og Vatnaleið. Sú þriðja um Vatnaleið og Heydal. Dagsetningar kynntar síðar.

 

Opnunartími sundlaugar um verslunarmannahelgina

By Fréttir

Sundlaug Snæfellsbæjar verður opin sem hér segir yfir verslunarmannahelgina.

Föstudagur 3. ágúst 7:30 – 21:00
Laugardagur 4. ágúst 10:00 – 17:00
Sunnudagur 5. ágúst 10:00 – 17:00
Mánudagur 6. ágúst 10:00 – 17:00