Monthly Archives

November 2018

Jólatónleikar Tónlistarskóla Snæfellsbæjar

By Fréttir

Jólatónleikar Tónlistarskóla Snæfellsbæjar verða haldnir sem hér segir:

Mánudaginn 3. desember í Klifi kl. 17:00
Fimmtudaginn 20. desember á Lýsuhóli kl. 13:00

Jólatónleikar fullorðinna nemenda tónlistarskólans verða haldnir:

Miðvikudaginn 5. desember í safnaðarheimilinu í Ólafsvíkurkirkju kl. 20:00

Foreldra- og styrktafélag Tónlistarskóla Snæfellsbæjar sér um sölu á kaffiveitingum eftir tónleikana 3. desember.

Miðaverð 500 krónur fyrir 12 ára og eldri.

Kennarar og skólastjórar óska öllum íbúum Snæfellsbæjar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Smella hér til að sjá auglýsingu.

Fjöldi viðburða í Snæfellsbæ fyrir jólin

By Fréttir

Það má segja að menningarlíf hér í Snæfellsbæ sé með besta móti nú þegar líða fer að jólum. Fjöldinn allur af viðburðum eru á döfinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi eins og sjá má á meðfylgjandi lista. 

 

Viðburðir:

28. nóvember – Jólatónleikar með Guðrúnu Árnýju og skólakór Snæfellsbæjar. Nánar.

28. nóvember – Tónleikar með Moses Hightower í Frystiklefanum. Nánar.

29. nóvember – Kransakvöld á Gilbakka. Nánar.

1 desember – Fullveldishátíð í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Nánar.

1 desember – Jólaopnun Pakkhússins hefst. Nánar.

1 desember – Jólaþorp í Átthagastofu. Nánar.

2. desember – Jólaljósin tendruð í Snæfellsbæ. Nánar.

3. desember – Jólatónleikar tónlistarskóla Snæfellsbæjar kl. 17:00.

3. – 16. desember – Bréf til bjargar lífi í Átthagastofu. Nánar.

5. desember – Jólatónleikar eldri nemenda tónlistarskóla Snæfellsbæjar kl. 20:00.

6. desember – Hátíðartónleikar Eyþórs Inga í Klifi. Miðasala. 

8. desember – Krakkaföndur í Pakkhúsi.

10. desember – Jólabókamessa Grunnskóla Snæfellsbæjar í Klifi kl. 20:00.

10. – 13. desember – Jólaútvarp Grunnskóla Snæfellsbæjar á FM 103,5. Nánar.

12. – 23. desember – Jólasveinar heimsækja Pakkhúsið dag hvern kl. 17:00.

15. desember – Tónlistarskóli Snæfellsbæjar spilar í Pakkhúsinu kl. 15:00.

20. desember – Tónlistarskóli Snæfellsbæjar heldur tónleika í Lýsuhólsskóla kl. 13:00.

20. desember – Síðasti dagur til að taka þátt í Piparkökuhúsakeppni.

22. desember – Jólahús Snæfellsbæjar valið og úrslit úr piparkökukeppni kunngjörð.

23. desember – Leikfangahappadrætti Lionsklúbbs Nesþinga á Hellissandi.

23. desember – Jólaglögg í Pakkhúsi í boði Snæfellsbæjar kl. 20:00.

24. desember – Leikfangahappadrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur.

 

Athugið að dagskráin er ekki tæmandi og birt með fyrirvara um breytingar og verður uppfærð ef ábendingar berast. Vanti viðburð á listann má endilega senda ábendingu á netfangið heimir@snb.is.

Gleðilega hátíð!

Tilkynning frá Tæknideild Snæfellsbæjar

By Fréttir

Við viljum benda á að sækja þarf um byggingarleyfi til að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess, lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti og formi.

Á vef Mannvirkjastofnunnar er hægt að finna leiðbeiningar við flestum atriðum byggingarreglugerðarinnar, m.a. vegna stærð björgunaropa úr svefnherbergjum, staðsetningu smáhýsa á lóð og öðrum almennum atriðum húsa og lóða. 

Fyrirspurnir og ábendingar má senda á netfang Tæknideildar: byggingarfulltrui@snb.is

 

Powiadomienie  Działu Technologii Snæfellsbær

Chcielibyśmy zwrócić uwagę, że konieczne jest uzyskanie pozwolenia na budowę, na wykopanie fundamentów pod struktury, konstruowanie ich, usuwanie lub przenoszenie, modyfikowanie, ich systemów nośnych, systemu rurociągów , zmiany ich użycia, wyglądu i formy.

Na stronie internetowej Urzedu budowlanego www.mannvirkjastofnun.is można znaleźć instrukcje dotyczące większości przepisów budowlanych m.in. pod względem rozmiaru wyjścia ewakuacyjnego z sypialni, położenia domków na działce i innych ogólnych elementów domów i działek.

Zapytania i wskazówki można wysyłać do Działu technologii: byggingarfulltrui@snb.is

 

A notification from Snæfellsbær Municipal Engineering Department

We would like to point out that people need to apply for a permit to the town of Snæfellsbær if they are planning on doing any construction work, including digging a foundation, building a structure of any kind, tearing a structure down, moving a structure, or changing it in any way, such as the structural frame, the utilities system, such as plumbing or electical, or changing the usage of the building or the appearance of it.

If you go to the web site of The Icelandic Construction Authority, www.mannvirkjastofnun.is, you can find instructions to building regulations, i.e. regarding the size of the emergency exits from bedrooms, the positioning of small structures or cottages in gardens or building plots, as well as other general areas of construction.

For more information, please contact the Snæfellsbær Municipal Engineering Department at byggingarfulltrui@snb.is 

 

Umhverfisstofnun auglýsir eftir heilsárs landverði í Þjóðgarðinn

By Fréttir

Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni til að sinna landvörslu í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli allt árið um kring. Starfsemin fer fram á utanverðu Snæfellsnesi, í þjóðgarðinum, gestastofunni Malarrifi og friðlýstu svæðunum á Búðum og ströndinni við Arnarstapa og Hellna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felst í að gæta þess að ákvæði náttúruverndarlaga, sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæðanna séu virt. Starfsmaðurinn kemur á framfæri upplýsingum og fræðir gesti um náttúru og sögu svæðanna, viðhald innviða og heldur við merktum gönguleiðum. 
Starfsmaðurinn þarf að vera viðbúinn ef slys ber að höndum og er gerð krafa um að sá sem ráðinn verður til starfa sæki skyndihjálparnámskeið eða hafi gild skyndihjálparréttindi.

Hæfnikröfur

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið námskeiði í landvörslu eða hafi lokið öðru námi sem Umhverfisstofnun telur samsvarandi auk þess að búa yfir lipurð í mannlegum samskiptum. Að öðru leyti verða eftirfarandi viðmið um þekkingu, reynslu og hæfni höfð að leiðarljósi við val á starfsmanni:
– Þekking sem nýtist í starfi 
– Þekking á starfssvæðinu 
– Reynsla af landvörslustörfum
– Kunnátta í íslensku og ensku. Frekari tungumálakunnátta er kostur
– Gild ökuréttindi
– Aðrir þættir s.s.: Reynsla af útivist og umhverfistúlkun, skálavarsla, björgunarsveitarstörf og leiðsöguréttindi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Suðurlands hafa gert.
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Sérstök athygli er vakin á því að Umhverfisstofnun leggur ekki til húsnæði fyrir heilsársstarfsfólk. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 17.12.2018

Nánari upplýsingar veitir

Jón Björnsson- jonb@umhverfisstofnun.is – 5912000

Tilboð í Fróðárheiðina opnuð

By Fréttir

Í gær voru opnuð tilboð í veginn um Fróðárheiði og bauð Borgarverk lægst í framkvæmdina, eða 93,7% af áætluðum kostnaði við verkið. Um er að ræða endurbyggingu á 4,8 km hluta Snæfellsnesvegar (54) um Fróðárheiði, frá núverandi slitlagsenda við Valavatn að vegamótum við Útnesveg. Upplýsingar um helstu magntölur og tilboð sem bárust er að finna hér að neðan.

Helstu magntölur verksins:

Bergskeringar 86.000 m3
Fyllingar 105.000 m3
Fláafleygar 55.000 m3
Styrktarlag 19.000 m3
Burðarlag 6.500 m3
Tvöföld klæðning 39.200 m2
Ræsalögn 500 m

Tilboð sem bárust:

 

Ljósmynd: Guide to Iceland

Rannsókn Háskólans á Akureyri um stöðu fjölmenningar

By Fréttir

Háskólinn á Akureyri vinnur nú að stórri rannsókn um stöðu innflytjenda og fjölmenningar á Íslandi þar sem Snæfellsbær skipar sérstakan sess sem eitt af samanburðarsveitarfélögunum.

Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og afla þekkingar svo betur sé hægt að skilja þau vandamál og áskoranir sem innflytjendur standa frammi fyrir á Íslandi. Áhersla er lögð á þætti er varða tungumál, atvinnu, menntun, menningu og lífshamingju. Mikill skortur hefur verið á rannsóknum af þessu tagi og því standa vonir til að þátttaka verði góð.

Könnunin er rafræn og er notast við „snjóboltaúrtak“. Það þýðir að fólk má dreifa könnuninni meðal vina eða ættingja og geta notað sama hlekk mörgum sinnum, jafnvel um sömu IP tölu. Það er því auðvelt að deila könnuninni meðal vina og ættingja, t.d. á samfélagsmiðlum. Þátttaka er frjáls og öll svör algerlega nafnlaus.

Smella hér til að taka rannsókn.

How is your life in Iceland?

In the past two decades, the number of immigrants in Iceland has doubled. Still little is known about this group of people or their status in Iceland. The purpose of this survey is to examine the living conditions of immigrants within the Icelandic society, so we can better understand the problems and challenges that immigrants face in Iceland.

The study is conducted by the University of Akureyri in collaboration with foreign experts. Participation in this survey is completely voluntary and all of your responses are anonymous. None of the responses will be connected to identifying information. Your participation counts in order to help understanding your situation in Iceland, and to improve the status of other immigrants in Iceland.

Therefore, we would very much appreciate your response to this survey; it should not take you more than 15 minutes to complete.

Thank you very much for your time and cooperation.

Click here

Jak oceniasz swoje życie w Islandii?

W ciągu ostatnich dwudziestu lat liczba imigrantów w Islandii podwoiła się. Nadal niewiele wiadomo na temat tej grupy ludzi oraz ich statusu w Islandii. Celem tej ankiety jest zbadanie warunków życia imigrantów w społeczeństwie islandzkim, abyśmy mogli lepiej zrozumieć problemy i wyzwania, jakie imigranci napotykają w tym kraju.

Badanie prowadzi Uniwersytet w Akureyri we współpracy z zagranicznymi ekspertami. Udział w ankiecie jest całkowicie dobrowolny, a wszystkie Twoje odpowiedzi będą anonimowe. Żaden z respondentów nie zostanie powiązany z informacjami umożliwiającymi identyfikację. Twój udział jest ważny, ponieważ pomoże nam poznać Twoją sytuację w Islandii, a także poprawić status innych imigrantów, którzy tutaj przebywają.

Dlatego będziemy bardzo wdzięczni za udzielenie odpowiedzi w tej ankiecie. Jej wypełnienie nie powinno zająć więcej niż 15 minut.

Bardzo dziękujemy za współpracę i poświęcony czas.

Kliknij tutaj

Jólatónleikar í Ólafsvíkurkirkju

By Fréttir

Söngkonan Guðrún Árný heldur jólatónleika ásamt Skólakór Snæfellsbæjar í Ólafsvíkurkirkju þann 28. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og fæst aðgangur að tónleikum gegn greiðslu miðaverðs upp á 1000.- krónur. Miðasala við innganginn að kvöldi tónleikanna.

Það er menningarnefnd Snæfellsbæjar sem stendur að jólatónleikunum og býður Guðrúnu Árnýju hjartanlega velkomna í bæinn.

Jólaþorp í Átthagastofu 1. desember

By Fréttir

Menningarnefnd Snæfellsbæjar stendur í fyrsta sinn fyrir Jólaþorpi í Átthagastofu Snæfellsbæjar. Jólaþorpið verður haldið laugardaginn 1. desember frá kl. 13 – 17.

Að sjálfsögðu verður jólastemming í hávegum höfð með lifandi jólatónlist, jólasveinum og hinu víðfræga jólaglöggi Ragnheiðar Víglunds.

Nú þegar hafa veitingarstaðir í bænum boðað komu sína ásamt nokkrum fyrirtækjum og einyrkjum. Eins er stefnt að því að afhending á vegum REKO Vesturland verði á sama tíma í Snæfellsbæ.

Enn eru laus pláss svo ef þú vilt vera með og gera frábæra skemmtun enn betri er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á menningarnefnd@snb.is.

Starfsmaður óskast vegna jólaopnunar í Pakkhúsinu

By Fréttir

Snæfellsbær auglýsir eftir starfsmanni yfir jólaopnun Pakkhússins. Starfið er á tímabilinu 1. desember-23. desember. Unnið allar helgar aðventunnar og hverjum degi frá frá 11.-23. desember.

Viðkomandi starfsmaður sér um að selja veitingar og söluvörur, þrif og önnur tilfallandi störf. Viðkomandi getur einnig tekið að sér bakstur fyrir Pakkhúsið en ekki nauðsynlegt.

Umsækjandi þarf að vera 18 ára, hafa góða íslenskukunnáttu og enskukunnátta kostur, þjónustulund og unnið sjálfstætt.

Laun reiknast skv. kjarasamningi SDS og Samband íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Rebekka í síma 433-6929 eða á rebekka@snb.is.

Umsóknarfrestur er til 22. nóvember.