Monthly Archives

December 2018

Opnunartímar yfir jólahátíðina

By Fréttir

Stofnanir Snæfellsbæjar verða opnar yfir jólahátíðina sem hér segir:

Ráðhús Snæfellsbæjar

20. desember er opið 9:00 – 15:30
21. desember er opið 9:00 – 15:30
22. desember Lokað
23. desember Lokað
24. desember Lokað
25. desember Lokað
26. desember Lokað
27. desember er opið 10:00 – 15:30
28. desember er opið 9:00 – 15:30
29. desember Lokað
30. desember Lokað
31. desember Lokað
1 janúar Lokað
2. janúar er opið 10:00 – 15:30

Grunnskóli

Grunnskóli Snæfellsbæjar er lokaður yfir jólahátíðina. Litlu jólin eru haldin 20. desember sem jafnframt er síðasti skóladagurinn fyrir jól. Kennsla hefst að nýju mánudaginn 7. janúar 2019.

Leikskóli

Leikskóli Snæfellsbæjar er opinn yfir jólahátíðina fyrir utan rauðu dagana. Opið verður á milli jóla og nýárs fimmtudaginn 27. desember og föstudaginn 28. desember. Hefðbundið skólastarf hefst að nýju fimmtudaginn 3. janúar.

Sundlaug

20. desember er opið 7:30 – 21:00
21. desember er opið 7:30 – 21:00
22. desember 10:00 – 17:00
23. desember 10:00 – 17:00
24. desember 10:00 – 12:00
25. desember Lokað
26. desember Lokað
27. desember er opið 7:30 – 21:00
28. desember er opið 7:30 – 21:00
29. desember 10:00 – 17:00
30. desember 10:00 – 17:00
31. desember 10:00 – 12:00
1 janúar Lokað
2. janúar er opið 7:30 – 21:00

Íþróttahús

20. desember er opið 12:00 – 22:00
21. desember er opið 12:00 – 22:00
22. desember Lokað
23. desember Lokað
24. desember Lokað
25. desember Lokað
26. desember Lokað
27. desember er opið 12:00 – 22:00
28. desember er opið 12:00 – 22:00
29. desember Lokað
30. desember Lokað
31. desember Lokað
1 janúar Lokað
2. janúar er opið 8:00 – 22:00

Bókasafn

20. desember er opið 10:00 – 13:00
21. desember er opið 13:00 – 15:00
22. desember Lokað
23. desember Lokað
24. desember Lokað
25. desember Lokað
26. desember Lokað
27. desember er opið 10:00 – 13:00
28. desember er opið 13:00 – 15:00
29. desember Lokað
30. desember Lokað
31. desember Lokað
1 janúar Lokað
2. janúar er opið 16:00 – 18:00

Boðskort á útskrift FSN

By Fréttir

Útskrift­ar­hátíð Fjöl­brauta­skóla Snæfell­inga verður haldin laug­ar­daginn 15. desember í sal skólans í Grund­ar­firði. Hátíðin hefst kl. 14:00 og að henni lokinni verða kaffi­veit­ingar í boði skólans.

Allir velunn­arar skólans eru velkomnir.

Skóla­meistari

Fjárhagsáætlun samþykkt í bæjarstjórn

By Fréttir

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2019 var tekin til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 6. desember sl. og var hún samþykkt samhljóða. Rekstur Snæfellsbæjar hefur gengið ágætlega undanfarin ár og full samstaða er um alla liða nýrrar fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn leggur á það áherslu að góð þjónusta í sveitarfélaginu haldi áfram og þá hækka styrkir til félagasamtaka töluvert á árinu 2019, eða um 42,5% á milli ára. 

Fjórða árið í röð verða gjaldskrár leikskóla og grunnskóla ekki hækkaðar. Þá verða frístundastyrkir einnig teknir upp í fyrsta skipti í Snæfellsbæ árið 2019. Markmiðið er að gera búsæld í Snæfellsbæ auðveldari fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur. 

Gert er ráð fyrir að á komandi ári verði mikið framkvæmt og innviðir stofnana Snæfellsbæjar styrktir. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði 419,3 milljónir króna, þ.a. 175,5 milljónir hjá bæjarsjóði og 244,8 milljónir hjá hafnarsjóði. 

Útsvarsprósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt og sama er að segja um álagningarprósentu fasteignagjalda.

Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar er góð þrátt fyrir að ný lán hafi þurft að taka á árinu 2018 vegna mikilla framkvæmda og greiðslu lífeyrisskuldbindinga. Ekki er gert ráð fyrir hækkun skulda á árinu 2019 og gert er ráð fyrir að skuldahlutfall Snæfellsbæjar fari ekki yfir 70% í A-hluta, en skv. sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir 150%. Snæfellsbær vel innan marka og rekstur í góðu jafnvægi.

Viðhengi:
Fjárhagsáætlun 2019
Þriggja ára áætlun 2020 – 2022

Snæfellsbær styður hugmyndir Golfklúbbsins Jökuls um gerð nýs golfvallar

By Fréttir

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Snæfellsbæjar var samþykkt, með fyrirvara um umsagnir umsagnaraðila, að veita Golfklúbbnum Jökli land í Rifi undir nýjan golfvöll. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í kjölfarið að veita Golfklúbbnum Jökli fjárframlag að upphæð kr. 10 milljónir á ári í fjögur ár til verkefnisins.

Stjórn golfklúbbsins er stórhuga og horfir til þess að nýi golfvöllurinn komi til með að leysa Fróðárvöll af hólmi innan fárra ára. Svæðið sem um ræðir liggur fyrir ofan Rif, milli flugvallar og Ingjaldshóls, með glæsilegt útsýni yfir Snæfellsjökul, Svöðufoss og aðrar náttúruperlur, að ógleymdum Breiðafirðinum.

Nánar má lesa um málið á vef Golfsambands Íslands.

Myndir: Edwin Roald. Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu golfvallarsvæði og frumdrög að golfvelli.

Snæfellingar og umhverfismálin

By Fréttir

Fyrir tæpum 20 árum ákváðum við Snæfellingar sameiginlega að standa vörð um umhverfið. Við ákváðum að hvert lítið skref skipti máli – mikilvægast væri að byrja að stíga þau. Sveitarfélögin fimm á svæðinu mynduðu með sér bandalag og hófu að gera umbætur í starfsemi sinni og miðla fræðslu til íbúa. Eftir nokkurra ára undirbúning fengu sveitarfélögin óháða vottun fyrir frammistöðu í umhverfis- og samfélagsmálum og frá árinu 2008 höfum við fengið slíka vottun árlega. Mikilvæg framfaraskref hafa náðst, en margt viljum við þó gera enn betur. Markmiðið er skýrt; að axla ábyrgð á neysluvenjum okkar og draga úr þeim áhrifum sem við höfum á umhverfið. Snæfellsnes er einstakt svæði, ríkt af auðlindum og einstökum náttúruperlum, sem við viljum gæta.

Það var á Snæfellsnesi sem fyrst var byrjað að flokka heimilissorp á Íslandi, árið 2008, og í dag er heimilissorp flokkað í öllum sveitarfélögunum fimm. Á svæðinu er m.a. þriggja tunnu flokkun þar sem lífrænt og endurvinnanlegt efni er aðskilið frá sorpi sem sent er í urðun. Þar eru íbúarnir í lykilhlutverki. Við flokkum meira og betur en til dæmis höfuðborgarsvæðið og teljum að stærri sveitarfélög geti litið á okkur sem fyrirmynd. Við erum líka alltaf til í að miðla af reynslu okkar. Markviss flokkun sorps er undirstaða endurvinnslu. Við höfum náð sífellt betri tökum á meðhöndlun á plastúrgangi og höfum aukið hlutfall flokkaðs sorps frá því að flokkun hófst og af öllu sorpi á Snæfellsnesi fara tæp 50% beint í endurvinnslu. Við höfum minnkað notkun á plasti, m.a. með því að nota margnota burðarpoka í stað hefðbundinna plastpoka. Í því höfum við náð ágætum árangri en höldum áfram að gera betur. Börnin eru bestu sendiherrar umhverfisins vegna þess að í skólunum eru þau frædd um umhverfismál, auðlindir og sérkenni svæðisins. Þetta gerum við m.a. í gegnum Grænfánaverkefnið og virka átthagafræðikennslu. Á hverju ári taka heimamenn sig saman, félagasamtök, sveitarfélög og fleiri, og hreinsa rusl meðfram vegum og strandlengju Snæfellsness. Á Snæfellsnesi er ýtt undir ábyrga efnanotkun, íbúar fræddir um orkusparnað, ekki síst í húshitun, og stofnanir sveitarfélaga kaupa fyrst og fremst umhverfismerktar hreinsivörur, hreinlætisvörur og pappír. Að versla í heimabyggð er sömuleiðis markmið, m.a. þar sem kolefnisspor vöru er lágmarkað með þeim hætti.

Þjóðir heims standa frammi fyrir gríðarstórum áskorunum í umhverfismálum og plastnotkun er einungis brot af þeim. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum eigi árangur að nást. Snæfellingar eru ábyrgir og framsýnir og við ætlum okkur að gera miklu betur. Næstu skref okkar í umhverfismálum snúa m.a. að því að draga enn frekar úr neyslu og sorpmagni, auk þess að efna til samtals við mikilvæga hagsmunaaðila.

Á vefnum nesvottun.is má fræðast um umhverfisstarf Snæfellinga, en svæðið var það fyrsta í Evrópu til að hljóta vottun og hefur í dag gullvottun EarthCheck.

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmsbæ
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfjarðarbæ
Eggert Kjartansson, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps
Guðrún Reynisdóttir, oddviti Helgafellssveitar
Guðrún Magnea Magnúsdóttir, verkefnisstjóri umhverfisvottunar Snæfellsness
Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri svæðisgarðsins Snæfellsnes

Grein birtist í Morgunblaðinu þann 11. desember 2018.
Meðfylgjandi mynd af Facebook-síðu Landverndar frá strandhreinsunardegi á Snæfellsnesi í fyrra.

Áætlun Strætó yfir jól og áramót 2018

By Fréttir

Strætó bs. skipuleggur strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni. Yfir jól og áramót 2018 verður ekið samkvæmt áætlun Strætó hluta úr dögum. Nánari upplýsingar er að finna á viðeigandi slóðum hér að neðan, hvort tveggja á íslensku og ensku.

Athugið, til að fara með Strætó úr Snæfellsbæ í höfuðborgina þarf að nýta leiðir 82, 58 og 57.

Til að skoða akstur Strætó á landsbyggðinni yfir jól og áramót 2018, smellið hér

Strætó schedule over this year’s holidays, click here.

Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

By Fréttir

Nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Veittir verða atvinnuþróunar- nýsköpunar- og menningarstyrkir ásamt stofn- og rekstrarstyrkjum til menningarverkefna.

Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (sjá hér) er að finna reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknarformið er á heimasíðunni og notaður er Íslykill til innskráningar.

Nánari upplýsingar hjá SSV í síma 433 2310 eða með því að senda póst á netfangið uppbyggingarsjodur@ssv.is.

Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti 20. janúar 2019.

Jólaútvarp Grunnskóla Snæfellsbæjar

By Fréttir

Nú í morgunsárið hófst útsending jólaútvarps Grunnskóla Snæfellsbæjar á FM 103,5. Útvarpið verður í loftinu dagana 10. – 13. desember og er þetta í þriðja skipti sem nemendur og starfsfólk setur saman glæsilega dagskrá sem íbúar Snæfellsbæjar geta notið.

Hægt er að hlusta á unga fólkið með að stilla á FM 103,5, á heimasíðu Grunnskólans og á meðfylgjandi slóð: Jólaútvarp GSNB.

 

Nýtt salernishús byggt við Djúpalónssand

By Fréttir

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hefur ákveðið að byggja nýtt salernishús við afleggjarann niður á Djúpalónssand. Í húsinu munu verða 10 klósett, þar af 2 fyrir hreyfihamlaða. Húsið verður upphitað og með rafmagni, sem þessa dagana er verið að leggja á svæðið. Í næstu viku er von á bormönnum til að bora eftir vatni til að þjónusta húsið. Gert er ráð fyrir að húsið verið opið allan sólarhringinn alla daga ársins. Ef allar áætlanir ganga eftir þá mun húsið verða tekið í notkun í apríl/maí 2019. Þessu til viðbótar er rétt að minna á það að í dag eru 5 salerni á Malarrifi og eru tvö þeirra aðgengileg allan sólarhringinn.

Bókaveisla á Klifi

By Fréttir

Árleg bókaveisla Grunnskóla Snæfellsbæjar verður haldin 10. desember n.k. í félagsheimilinu Klifi og hefst klukkan 20:00.

Eftirfarandi rithöfundar lesa úr bókum og árita:

Einar Kárason – Stormfuglar
Auður Ava Ólafsdóttir – Ungfrú Ísland
Hallgrímur Helgason – Sextíu kíló af sólskini
Yrsa Sigurðardóttir – Brúðan
Þorgrímur Þráinsson – Íslenska kraftaverkið – á bak við tjöldin

10. bekkur kynnir höfunda og selur veitingar. 

Aðgangseyrir: 1000 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir börn yngri en 15 ára í fylgd með fullorðnum.

Ath: Enginn posi á staðnum.