Monthly Archives

August 2019

Lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september

By Fréttir

Snæfellsbær endurtekur leikinn frá síðasta ári og býður í gönguferðir í samstarfi við Ferðafélag Íslands alla miðvikudaga í september. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60 – 90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Vonandi reima sem flestir á sig gönguskóna með okkur í september, fara út í náttúruna og njóta náttúrufegurðarinnar sem við erum svo lánsöm að búa við.

Göngurnar hefjast alltaf kl. 18:00 (nánari tímasetning við hverja göngu ef þarf að keyra á staðinn).

Miðvikudagur 4. september
Svöðufoss
Mæting á bílaplanið við Svöðufoss kl. 18:00
Fararstjóri: Árni Guðjón Aðalsteinsson

Miðvikudagur  11. september
Haukabrekka
Lagt af stað frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl 17:35 og frá íþróttahúsinu í Ólafsvík kl. 17:45
Um að gera að safnast saman í bíla
Fararstjóri: Árni Guðjón Aðalsteinsson

Miðvikudagur 18. september
Seljadalur
Lagt af stað frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl 17:35 og frá íþróttahúsinu í Ólafsvík kl. 17:45
Um að gera að safnast saman í bíla
Fararstjóri:  Árni Guðjón Aðalsteinsson

Miðvikudagur 25. september
Búðarklettur
Lagt af stað frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl 17:35 og frá íþróttahúsinu í Ólafsvík kl. 17:45
Um að gera að safnast saman í bíla
Fararstjóri:  Árni Guðjón Aðalsteinsson

Göngustígar á Hellissandi til skoðunar

By Fréttir

Að morgni 29. ágúst var efnt til vettvangsferðar á Hellissandi þar sem farið var yfir skipulag og hönnun á mögulegum göngustígum og rætt um svæðið við Höskuldsá.

Elízabet Guðný og Jón Rafnar, landslagsarkitektar frá Landslag – teiknistofu, tóku þátt í göngunni með bæjarstjóra, fulltrúum bæjarstjórnar og starfsfólki tæknideildar.

Vatnshellir einstök upplifun að mati Conde Nast

By Fréttir

Ferðatímaritið Conde Nast fjallaði nýverið um einstaka upplifun sem finna má á Íslandi og nefndi Vatnshelli sérstaklega til leiks sem upplifun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara á ferð sinni um Ísland.

Vatnshellir er fimm til átta þúsund ára gamall hraunhellir í suðurhlíðum Purkhólahrauns. Hellirinn er um það bil 200 metra langur og hefur aðgengi að honum verið bætt á undanförnum árum, t.a.m. með hringstiga sem liggur niður í hellinn og þjónustuhúsi þangað sem gestir mæta.

Eins og segir í umfjöllun Conde Nast krefst ferð í hellinn leiðsagnar þar sem auðvelt er að villast eða slasast í þessum forna helli sem margrómaður sé fyrir litríka hraunveggi. Þá er nærumhverfi Vatnshellis einnig sérstaklega nefnt sem ástæða þess að enginn ætti að láta hann fram hjá sér fara, og skal engan undra, enda staðsettur innan Snæfellsjökulsþjóðgarðs nærri fjölmörgum náttúruperlum.

Hér má lesa umfjöllunina á vefsíðu Conde Nast Traveler.

Ljósmynd: Þröstur Albertsson

Lokanir á vegum 30. ágúst vegna Íslandsmótsins í rallý

By Fréttir

Íslandsmótið í rallý fer fram á suðvestur- og vesturhluta landsins dagana 29.-31. ágúst n.k. og fer annar keppnisdagur að miklu leyti fram í Snæfellsbæ. Keppnum af þessu tagi fylgja lokanir fyrir almenna umferð á keppnisleiðum og er fólk beðið að virða lokanir af öryggisástæðum.

Föstudaginn 30. ágúst n.k. verður ekið um Jökulháls og Eysteinsdal og almenn umferð óheimil á þessum slóðum á milli 9:00 og 13:30. Sama dag verður ekið um Berserkjahraun í Helgafellssveit og lokað fyrir almenna umferð frá 14:00 – 18:00.

Nánari upplýsingar um keppnisleiðir og tímasetningar má finna á vef Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.  Starfsfólk keppninnar vill koma því á framfæri að lokanir eru gerðar í samráði við yfirvöld og landeigendur.

Til upplýsingar birtum við hér tímasetningar allra lokana á vegum vegna mótsins:

29. ágúst

Djúpavatn Suður: 16:30 – 19:30
Djúpavatn Norður: 16:30 – 19:30
Kvartmílubraut A: 18:30 – 21:00
Kvartmílubraut B: 18:30 – 21:00

30. ágúst

Arnarstapi / Ólafsvík: 9:00 – 13:30
Prestahraun / Ólafsvík: 9:00 – 13:30
Ólafsvík / Arnarstapi: 9:00 – 13:30
Prestahraun / Ólafsvík: 9:00 – 13:30
Berserkjahraun A: 14:00 – 18:00
Bersekjahraun B: 15:00 – 18:00
Skíðsholt A: 17:00 – 19:30
Skíðisholt B: 17:00 – 19:30
Hítardalur A: 19:00 – 21:00
Hítardalur B: 19:00 – 21:00

31. ágúst

Tröllháls Norður: 07:30 – 13:00
Uxahryggir A: 08:00 – 10:30
Uxahryggir B: 8:00 – 10:30
Kaldidalur Norður: 9:00 – 12:00
Kaldidalur Suður: 9:00 – 12:00
Tröllháls Suður: 7:30 – 13:00
Djúpavatn Norður (ofurleið): 13:00 – 15:00

Ljósmynd: Guðný Jóna Guðmarsdóttir

Tækniþróunarsjóður heldur kynningarfund í Borgarnesi

By Fréttir

Tækniþróunarsjóður heldur kynningarfund í húsnæði Símenntunar við Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi fimmtudaginn 29. ágúst næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 12 og mun standa í um klukkustund.

Dagskrá:

Kolbrún Bjargmundsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, fer yfir:

  • Styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs
  • Skattafrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna
  • Nýsköpunarsjóð námsmanna
  • Eurostars-2

Kaffi og meðlæti verður í boði. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Svölu Svavarsdóttur (svala@ssv.is).

Næsti umsóknarfrestur er til 16. september 2019.

Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

By Fréttir

Nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna.

Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (sjá hér) er að finna reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknarformið er á heimasíðunni og notaður er Íslykill til innskráningar.

Nánari upplýsingar hjá SSV í síma 433 2310 eða með því að senda póst á netfangið uppbyggingarsjodur@ssv.is.

Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti mánudaginn 23. september 2019.

Félags- og skólaþjónustan auglýsir eftir starfsfólki

By Fréttir

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í liðveislu fatlaðs fólks í Snæfellsbæ.

  • Laun skv. kjarasamningi sveitarfélaganna og SDS
  • Hlutastörf, vinnutími eftir kl. 17:00, stundum um helgar
  • Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst
  • Starf sem gæti t.d. hentað nemum

Skriflegar umsóknir berist að Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangið sveinn@fssf.is.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnsteinn Sigurðsson, þroskaþjálfi, í síma 433 8866 og netfanginu gunnsteinn@fssf.is.

Umsóknareyðublað má finna á heimasíðu félags- og skjólaþjónustunnar með því að smella hér.

Umsóknarfrestur er til 10. september n.k.

Breyting deiliskipulags frístundahúsa við Sölvaslóð

By Fréttir

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 6. júní 2019 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi 11 frístundahúsa við Sölvaslóð á Arnarstapa, Snæfellsbæ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gerð er breyting á deiliskipulagi fyrir frístundalóðir við Sölvaslóð á Arnarstapa. Eftir breytingu verður heimilt nýtingarhlutfall á lóðum allt að 0.04 en var áður 0.03 miðað við brúttó gólfflöt.

Þetta hefur í för með sér breytingu á skilmálum þessum, en uppdráttur verður óbreyttur.

Tillagan mun liggja frammi í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, á opnunartíma frá og með 15. ágúst til og með 26. september 2019.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdun er til 26. september 2019. Skila skal athugasemdum skriflega til Tæknideildar Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða á netfangi: byggingarfulltrui@snb.is.

Valgerður Hlín ráðin til starfa á tæknideild Snæfellsbæjar

By Fréttir

Valgerður Hlín Kristmannsdóttir hefur verið ráðin til starfa á Tæknideild Snæfellsbæjar. Valgerður hefur þegar hafið störf en hún tók við af Ásdísi Lilju Pétursdóttur sem lét af störfum fyrr í sumar.

Valgerður er með B.S. í umhverfisskipulagi og M.S. í umhverfis- og auðlindafræði. Hún hefur góða reynslu í starfið, m.a. sem skrifstofustjóri hjá Summit Adventure Guides og sem starfsmaður á Tæknideild Snæfellsbæjar sumarið 2014.

Við bjóðum Valgerði velkomna til starfa og þökkum Ásdísi innilega fyrir samstarfið.

Innritun í tónlistarskóla fyrir haustönn 2019

By Fréttir

Innritun í skólavistun Tónlistarskóla Snæfellsbæjar fyrir haustönn 2019 fer fram í Ólafsvík frá 19. ágúst til 30. ágúst frá kl. 10:00 til kl. 12:00 og frá kl. 13:00 til kl. 16:00. Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans að Hjarðartúni 6. Einnig er hægt að hringja í síma 433-9928 eða senda tölvupóst: tonlistarskoli@snb.is.

Nemendur sem eru að ljúka árið 2019 þurfa að staðfesta áframhaldandi skólavistun fyrir haust 2019, og ef breytingar eru á hljóðfæranámi.

Samningur skal gerður við nemendur og forráðamenn um hljóðfæraleigu, þar sem m.a. eru skilmálar um meðferð hljóðfæra.

Hálft nám reiknast sem 60% af fullu gjaldi.

Í þeim tilvikum sem systkini yngri en 18 ára stunda nám við skólann skal veittur systkinaafsláttur.  Systkinaafsláttur skal nema 25% fyrir annað systkini og 50% fyrir þriðja systkini.  Afslátturinn reiknast ávallt af ódýrasta náminu.

Systkinaafsláttur á eingöngu við um systkini, ekki frændsystkini, þó svo lögheimili og greiðandi sé sá sami.

A.T.H. Við innritun hefur forráðamaður skuldbundið sig að greiða skólagjöld út önnina.

Gjaldskrá tónlistarskóla Snæfellsbæjar