Monthly Archives

August 2019

Viltu hafa umsjón með félagsstarfi eldri borgara?

By Fréttir

Starfskraft vantar til að hafa umsjón með félagsstarfi eldri borgara í samvinnu við aðra manneskju. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um mánaðarmótin ágúst/september.

Greitt er fyrir vinnuna í tímavinnu og teljast það 64 klst. á mánuði í 9 mánuði á ári, en starfið stendur frá byrjun september til loka maí ár hvert.

Æskilegt er að umsækjandi geti bakað og sé vel handavinnufær.

Fastur vinnutími og viðverutími er á miðvikudögum frá hádegi og fram eftir degi í Félagsheimilinu Klifi þar sem félagsstarfið fer fram.

Laun eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnes og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir bæjarritari í síma 433-6900 og í netfanginu lilja@snb.is.

Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2019.

Skólasetning Grunnskóla Snæfellsbæjar

By Fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar verður settur fimmtudaginn 22. ágúst 2019.

Fer skólasetning fram í sölum starfsstöðvanna og síðan hitta nemendur umsjónarkennara sína. Foreldrar og velunnarar skólans eru boðnir velkomnir.

Nemendur mæta:

Kl. 10:00 í 5. – 7. bekk í Ólafsvík (skólabíll fer frá Hellissandi kl. 9:40)
Kl. 11:00 í 8. – 10. bekk í Ólafsvík (skólabíll fer frá Hellissandi  kl. 10:40)
Kl. 12:00 í 2. – 4. bekk á Hellissandi (skólabíll fer frá Ólafsvík kl. 11:40)

Skólabíll leggur af stað frá skóla að loknum skólasetningum.

Kl. 14:00 í 1. – 10. bekk á Lýsu.
(þeir sem vilja nýta skólabíla hafi samband við skólabílstjóra).

Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara.

Skóli hefst síðan samkvæmt stundarskrá föstudaginn 23. ágúst.
Nemendur og forráðamenn geta nálgast stundatöflur á Mentor.

Skólastjóri