Category

Fréttir

Lausar stöður við Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóla

By Fréttir

Eftirtalin störf við Grunnskóla Snæfellsbæjar Lýsuhólsskóla eru laus til umsóknar:

 • 70 % staða matráðs. Innan starfsins er að hluta til reiknað með stuðningi við almenn störf í skólanum.
 • 72% staða starfsmanns í leikskólaseli.
 • 25% staða skólaliða sem felst mestmegnis í þrifum á skólahúsnæði og mögulegt er að sækja um sem viðbót við störf matráðs eða leikskólastarfsmanns.

Starfsvið matráðs:

 • Setur upp og skipuleggur matseðil hvers mánaðar
 • Annast aðdrátt á matvörum
 • Eldar og ber fram mat
 • Sér um frágang og þrif í eldhúsi
 • Ýmis önnur verkefni sem til falla hverju sinni

Starfsvið starfsmanns í leikskólaseli:

 • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna
 • Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega
 • Ýmis önnur verkefni sem til falla hverju sinni

Menntun, reynsla og hæfni:

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð kunnátta í íslensku er skilyrði

Borgað er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga.

Umsóknarfrestur er til 20. júní.

Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason skólastjóri í síma 894 9903 og Rósa Erlendsdóttir síma 863 8328. Umsóknir skal senda til skólastjóra hilmara@gsnb.is.

Umsóknareyðublað má nálgast með því að smella hér

Ráðstefna um aukið samstarf safna á Vesturlandi

By Fréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi halda vefráðstefnu um aukið samstarf safna á Vesturlandi. Ráðstefnan hefst á fræðsluerindum um safnastarf og starf safna á landsbyggðinni, en seinni hluti ráðstefnunnar er málþing safnafólks, starfsmenn menningarverkefna sveitarfélaganna og nefndarmenn menningarmálanefnda á Vesturlandi. Fræðsluerindin eru öllum opin og verða streymt á Facebook síðu SSV úr Safnahúsi Borgarfjarðar.

Ráðstefnan er hluti af stærra verkefni. Samkvæmt Byggðaráætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2024 er gert að markmiðum að auka samstarf safna á landsbyggðinni, og jafnframt er þetta eitt af áherlsuverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2020-2024. Ráðstefnan samastarfsverkefni SSV og ráðgjafafyrirtækisins Creatrix, en að viðburðinum kemur Muninn kvikmyndagerð á Akranesi sem sér um útsendingu ráðstefnunnar og Safnahús Borgarfjarðar.

Snæfellsbær hefur keypt hjólabraut til uppsetningar í Ólafsvík

By Fréttir

Snæfellsbær hefur keypt glæsilega hjólabraut og nú stendur yfir vinna við að finna henni stað nærri ærslabelgnum á lóðinni við heilsugæsluna í Ólafsvík.

Hjólabrautin er um 48 metrar að lengd og er hugsuð fyrir hjólaglaða íbúa á öllum aldri sem ferðast um á hlaupahjólum, reiðhjólum, hjólabrettum og jafnvel línuskautum.

Brautin verður öllum opin en lögð er áhersla á að þeir sem nýta brautina taki tillit til annarra, að ekki séu of margir í einu og hraði sé miðaður við aðra þátttakendur. Þá er skylda að hafa hjálm þegar brautin er  notuð. Brautin er ekki ætluð rafknúnum tækjum.

Hjólabrautin er hluti af eflingu leikvalla og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu og verður vonandi komin í notkun síðar í vikunni.

Ljósmynd: Af vefsíðu framleiðanda brautarinnar, Parkitect.

Útvarpsstöðin K100 verður í Snæfellsbæ 12. júní

By Fréttir

Útvarpsstöðin K100 verður í beinni útsendingu frá Snæfellsbæ föstudaginn 12. júní.

Morgunþátturinn Ísland vaknar hefst klukkan 06:00 að morgni föstudags og verður í beinni frá Ólafsvík. Síðdegisþátturinn með Loga Bergmann og Sigga Gunnars verður einnig í Snæfellsbæ og ætla þeir félagar að fara lengri og skemmtilegri leiðina heim.

Auk þess verður fjallað um sveitarfélagið í  fimmtudagsútgáfu Morgunblaðsins, á ferðavef mbl.is, á vefmiðlum útvarpsstöðvarinnar og þá verður einnig fréttum frá sveitarfélaginu miðlað allan daginn í útvarpinu á föstudaginn.

Fjöldi skemmtilegra viðmælenda verður í þáttunum á K100 og mikið um að vera í sveitarfélaginu.

Er eitthvað að gerast hjá þér um helgina? Ábendingar um skemmtilega viðmælendur og umræðupunkta fyrir þættina má senda á neðangreint netfang eða símanúmer og því verður komið til þáttarstjórnenda.

Heimir Berg
heimir@snb.is
s. 866-6655

Sjómannadagurinn í Ólafsvík – dagskrá

By Fréttir

Sjómannadagurinn í Snæfellsbæ á sér merkilega sögu og er einn af stóru menningarviðburðunum í bænum ár hvert.

Í ár verða hátíðarhöld þó með breyttu sniði í ljósi stöðunnar í samfélaginu og verður eingöngu stutt dagskrá í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Engin skemmtun verður við höfnina. Fólk er hvatt til að mæta í Sjómannagarðinn.

Í Sjómannagarðinum kl. 13.30:

Blómsveigur lagður að styttunni til minningar um látna sjómenn.

Ræðumaður dagsins: Sigurður Páll Jónsson alþingismaður.

Sjómenn heiðraðir fyrir störf við sjómennsku.

Á milli atriða munu krakkar leika sjómannalög undir stjórn Evgeny Makeev.

Eftir dagskrána í Sjómannagarðinum:

Sjómannamessa í Ólafsvíkurkirkju kl. 14:15, sjómenn lesa ritningarorð

Snæfellsbær veitir 90% afslátt af gatnagerðargjöldum í þéttbýli

By Fréttir

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær að gefinn verði tímabundinn 90% afsláttur af gatnagerðargjöldum af ákveðnum íbúðarhúsalóðum í þéttbýli Snæfellsbæjar.

Afslátturinn tekur til allra íbúðarhúsalóða sem þegar eru tilbúnar til úthlutunar að undanskildum lóðum við Fossabrekku 5 – 15 í Ólafsvík og lóðum við Háarif A-H í Rifi. Afslátturinn gildir frá 1. júní 2020 til 1. maí 2021.

Lækkun gatnagerðargjalda felur í sér mikinn sparnað fyrir húsbyggjendur og standa vonir til að veittur afsláttur styðji við uppbyggingu á nýjum íbúðarhúsum og hvetji til byggingarframkvæmda í þéttbýliskjörnunum þremur.

Yfirlitsmyndir af lausum íbúðarhúsalóðum í þéttbýli Snæfellsbæjar:

Umhverfisrölt í þéttbýli Snæfellsbæjar

By Fréttir

Bæjarstjórn ásamt umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar og byggingarfulltrúa boða til umhverfisrölts, þar sem fulltrúar bæjarstjórnar og umhverfis- og skipulagsnefndar ásamt bæjarstjóra og byggingarfulltrúa, munu ganga með bæjarbúum um svæði í bænum og ræða það sem betur má fara ásamt því að skoða lausnir til úrbóta.

Umhverfisrölt verður sem hér segir:

Hellissandur,

 • Mánudagur 8. júní kl. 19:30. Gengið frá Ráðhúsinu.

Rif,

 • Þriðjudagur 9. júní kl. 19:30. Gengið frá Gamla Rifi.

Ólafsvík (vestan Grundarbrautar),

 • Miðvikudagur 10. júní kl. 19:30. Gengið frá íþróttahúsinu.

Ólafsvík (austan Grundarbrautar),

 • Fimmtudaginn 11. júní kl. 19:30. Gengið frá leikvellinum í Hábrekku.

Ábendingar og tillögur má einnig senda í tölvupósti í netfang bæjarins eða til umhverfis- og skipulagsnefndar á neðangreind netföng:

byggingarfulltrui@snb.is
snb@snb.is  

Bæjarbúar – mætum og látum okkur varða um umhverfi okkar. Tökum þátt!

Bæjarstjórn og umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar.

Leikhópurinn Lotta í Sjómannagarðinum í Ólafsvík

By Fréttir

Leikhópurinn Lotta sýnir frumsaminn söngleik um Bakkabræður í Sjómannagarðinum í Ólafsvík kl. 16:00 sunnudaginn 7. júní.

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta hefur sérhæft sig í utandyra sýningum á sumrin og ferðast nú 14. sumarið í röð með glænýjan fjölskyldusöngleik.

Í sumar setur Leikhópurinn Lotta upp frábæra sýningu byggða á þjóðsögunum um Bakkabræður. Í meðförum Lottu má segja að Bakkabræður fái tækifæri til að segja okkur sögu sína á sínum forsendum og leiðrétta þær rangfærslur sem hafa ratað í þjóðsögurnar. Bakkabræður eru 13. frumsamdi söngleikurinn sem Leikhópurinn Lotta setur upp, að venju er fjörið í fyrirrúmi, mikið af gríni, glensi og skemmtilegum lögum þó undirtónninn sé alvarlegur og boðskapurinn fallegur.

Bakkabræður er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningarnar eru utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa og halda svo á vit ævintýranna í Ævintýraskóginum.

Sýningin í Snæfellsbæ er í boði styrktaraðila:

KG- fiskverkun hf.
Hraðfrystihús Hellissands hf.
Hafnarsjóður Snæfellsbæjar

Leitað að aukaleikurum fyrir tökur á vegum Sagafilm í Ólafsvík

By Fréttir

Í næstu viku hefur Sagafilm tökur á þættinum Systrabönd hér í Snæfellsbæ og er leitað að áhugasömum aukaleikurum fyrir nokkrar senur meðal heimamanna.

Miðvikudadginn 10. júní vantar 12 einstaklinga til að taka þátt í heilum tökudegi. Einstaklingar þurfa helst að vera 30+ ára og leitað er að þátttöku frá körlum og konum. Tökudagurinn er frá 15:00 – 03:00.

Fimmtudaginn 11. júní vantar um 10 unglinga á aldrinum 13 – 17 ára. Leitað er að þátttöku frá strákum og stelpum. Tökudagur hefst kl 21:00 og stendur í fjórar, fimm klukkustundir.

Greitt er fyrir þátttöku í verkefninu. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Telmu Huld hjá Doorway Casting á netfanginu telma@doorway.is.