Category

Laus störf

Hafnarstarfsmaður óskast til afleysinga

By Fréttir, Laus störf

Hafnir Snæfellsbæjar auglýsa eftir hafnarstarfsmanni til afleysinga við Rifshöfn. Viðkomandi mun einnig þurfa að vinna við aðrar hafnir Snæfellsbæjar. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Dala- og Snæfellssýslu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2019 og skulu umsóknir berast til hafnarstjóra.

Nánari upplýsingar gefur hafnarstjóri í síma 433 6922, 863 1153 og í netfanginu bjorn@snb.is.

Laust starf félagsráðgjafa hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

By Fréttir, Laus störf

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir stöðu félagsráðgjafa lausa til umsóknar. Um er að ræða 100% starf. Staðan er laus frá og með 1. nóvember 2018 eða eftir samkomulagi.

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Eyja-og Miklaholtshrepps.

Í sveitarfélögunum búa tæplega 3.900 íbúar.

Hjá FSS starfa auk forstöðumanns, skólasálfræðingur, tveir félagsráðgjafar, tveir þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafi, talmeinafræðingur auk starfsfólks dagþjónustu- og hæfingarstöðva og stoðþjónustu sveitarfélaganna.

Umsækjandi skal hafa starfsréttindi félagsráðgjafa.

Verkefni félagsráðgjafa taka til almennrar félags- og skólaþjónustu, barnaverndar og stoðþjónustu sveitarfélaga.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélag Íslands.

Skrifleg umsókn tilgreini  menntun, starfsferil, 1-2  umsagnaraðila ásamt prófskírteinum,  starfsleyfi og sakavottorði berist Sveini Þór Elinbergssyni, forstöðumanni sem jafnframt veitir frekari upplýsingar um starfið í  síma 430-7800, 861-7802 og  tölvupósti sveinn@fssf.is

 Umsóknarfrestur er til 12. október

Laust starf í leikskólanum Krílakoti

By Fréttir, Laus störf

Leikskóli Snæfellsbæjar óskar eftir starfsmanni til ræstingar í Krílakoti.

Um er að ræða 91% starf. Vinnutími frá 8:00 – 15:00. Starfið felur í sér þrif í leikskólanum og þvotta. Starfið krefst þrifnaðar, sjálfstæðis og skipulagningar.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningum SDS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingigerður Stefánsdóttir, leikskólastjóri.

Hægt er að skila umsóknum til hennar í netfangið leikskolar@snb.is. Vinsamlegast tilgreinið nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og fyrri störf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Vinsamlega athugið að í lögum um leikskóla nr. 90/2008 segir í 3. mgr. 6. gr:  „Óheimilt er að ráða til starfa við leikskóla einstakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningar­laga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild leikskólastjóra til að afla upplýs­inga úr sakaskrá.

Laust starf við heimaþjónustu

By Laus störf

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsmanni í félagslega heimaþjónustu í Snæfellsbæ.

 • Um er að ræða þjónustu við heimili í Snæfellsbæ
 • Laun skv. kjarasamningi sveitarfélaganna og SDS
 • Starfsmaður þarf að geta hafið störf í júlí 2018

Umsóknir er tilgreina menntun og fyrri störf ásamt sakavottorði og upplýsingum um umsagnaraðila berist skrifstofu FSS, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ eða á netfangið ester@fssf.is

Umsóknarfrestur er til 25. júní 2018.

Upplýsingar veitir starfsfólk Félags- og skólaþjónustunnar á skrifstofutíma, í síma 430 7800.

 

Störf við grunnskólann

By Laus störf

Grunnskóli Snæfellsbæjar er heilsueflandi grunnskóli sem hlotið hefur umhverfisvottunina Grænfánann. Í skólanum eru um 250 nemendur og óskar samheldinn og öflugur hópur starfsmanna eftir vinnufélögum.

Eftirtalin störf eru laus til umsóknar við Grunnskóla Snæfellsbæjar:

 • Aðstoðarmaður matráðs í 75% starfi í Ólafsvík
 • Skólaliði í 50% starfi á Hellissandi

Starfsvið aðstoðarmanns matráðs

 • Aðstoð við matargerð
 • Leysa matráð af í veikindum og fríum
 • Frágangur og þrif
 • Önnur tilfallandi verkefni

Starfsvið skólaliða

 • Annast frímínútnagæslu, aðstoða- og undirbýr matar- og neyslutíma
 • Annast ræstingar, frágang og þrif
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð kunnátta í íslensku er skilyrði

Borgað er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélaga.

Umsóknarfrestur er til 7. júní 2018.
Hægt er að nálgast umsókn hér.

Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason, skólastjóri, í síma 894 9903 og umsóknir skal senda til skólastjóra í tölvupósti (hilmara@gsnb.is).