Category

Stjórnsýsla

320. fundur bæjarstjórnar

By Fréttir, Stjórnsýsla

Vakin er athygli á því að 320. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 14:30.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má sjá með því að smella hér.

Dagskrá fundar:

 1. Ársreikningur Snæfellsbæjar 2018 – fyrri umræða. 
 2. Fundargerð 303. fundar bæjarráðs, dags. 27. mars 2019. 
 3. Fundargerðir fræðslunefndar, dags. 25. febrúar, 2. apríl og 8. apríl 2019. 
 4. Fundargerð 182. fundar menningarnefndar, dags. 25. mars 2019. 
 5. Fundargerðir velferðarnefndar, dags. 11. mars og 2. apríl 2019. 
 6. Fundargerð 125. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 28. mars 2019. 
 7. Fundargerðir 180. og 181. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 12. mars og 2. apríl 2019. 
 8. Fundargerð 56. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 14. mars 2019, ásamt ársreikningi 2018. 
 9. Fundargerð 411. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 22. mars 2019. 
 10. Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. mars 2019. 
 11. Fundargerð aðalfundar Búnaðarfélags Staðarsveitar, dags. 28. mars 2019, ásamt ályktunum félagsins, annars vegar varðandi ósk um að stofnanir Snfællsbæjar fái sem mest af góðum innlendum landbúnaðarafurðum og hins vegar varðandi þau umhverfisverkefni sem verið hafa í gangi. 
 12. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 27. mars 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Boðvíkur ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Jaðri 11 á Arnarstapa, Snæfellsbæ. 
 13. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 2. apríl 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Hellna ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Kjarvalströð 1 á Hellnum, Snæfellsbæ. 
 14. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 2. apríl 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Hellna ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús, að Kjarvalströð 14 á Hellnum, Snæfellsbæ. 
 15. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 3. apríl 2019, varðandi ósk um umsögn Snæfellsbæjar um umsókn Verslunarinnar Hrundar ehf., um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir, að Mýrarholt 5 í Ólafsvík, Snæfellsbæ. 
 16. Bréf frá N4 Sjónvarp, dags. 8. apríl 2019, varðandi ósk um samstarf við Snæfellsbæ um gerð þáttaraðarinnar Að vestan árið 2019. 
 17. Bréf frá skipulags- og byggingafulltrúa, dags. 8. apríl 2019, varðandi samþykki bæjarstjórnar á endurauglýsingu deiliskipulags vegna ferðaþjónustu á Arnarfelli. 
 18. Bréf frá fræðslunefnd, dags. 8. apríl 2019, varðandi eldvarnarhurðir á leikskólanum Kríubóli. 
 19. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 9. apríl 2019, varðandi tímasetningu skólaslita Grunnskóla Snæfellsbæjar. 
 20. Bréf frá skipulags- og byggingafulltrúa, ódags., varðandi lækkun á umferðarhraða og fjölgun umferðarmerkja. 
 21. Áætlun um tekjur og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019. 
 22. Bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands, dags. 27. mars 2019, varðandi tilmæli vegna skjalavörslu og skjalastjórnun í Snæfellsbæ. 
 23. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 4. apríl 2019, varðandi akstursþjónustu fyrir fatlað fólk 2019. 
 24. Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. apríl 2019, varðandi lífskjarasamninga 2019-2022. 
 25. Bréf frá Brunabót, dags. 25. mars 2019, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2019. 
 26. Fréttatilkynning  afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. 
 27. Húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar 2019-2027 
 28. Jafnréttisáætlun Snæfellsbæjar 
 29. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ9. apríl 2019 

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri 

318. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar

By Fréttir, Stjórnsýsla

Vakin er athygli á því að 318. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, fimmtudaginn 21. febrúar 2019 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má sjá með því að smella hér.

Dagskrá fundar:
 1. Pakkhúsið – fulltrúar frá handverkshópnum mæta á fund kl. 17:00.
 2. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 28. janúar 2019.
 3. Fundargerðir 3., 4. og 5. fundar öldrunarráðs, dags. 29. janúar, 28. janúar og 11. febrúar 2019.
 4. Fundargerð 181. fundar menningarnefndar, dags. 19. febrúar 2019.
 5. Fundargerð 122. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. janúar 2019.
 6. Fundargerð 123. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 1. febrúar 2019.
 7. Fundargerð 179. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 12. febrúar 2019.
 8. Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. janúar 2019.
 9. Fundargerð 409. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 18. janúar 2019.
 10. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 30. janúar 2019, varðandi ósk um aukafjárveitingu.
 11. Bréf frá Hesteigendafélaginu Hring í Ólafsvík, dags. 29. október 2018, varðandi ósk um styrk vegna fasteignagjalda af reiðskemmunni að Fossárvegi 7.
 12. Bréf frá eigendum Sólarsports ehf., dags. 15. febrúar 2019, varðandi húsnæðið á efri hæð sundlaugarinnar.
 13. Bréf frá Antoni Gísla Ingólfssyni, dags. 12. febrúar 2019, varðandi Áhaldahús Snæfellsbæjar.
 14. Bréf frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði, ódags., varðandi ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins.
 15. Bréf frá SSV, dags. 11. febrúar 2019, varðandi fræðsluferð kjörinna fulltrúa og framkvæmdastjóra sveitarfélaga í vor.
 16. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 12. febrúar 2019, varðandi áfangastaðaáætlanir.
 17. Bréf fré verkefnastjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness, dags. 11. febrúar 2019, varðandi vottun Snæfellsness 2019.
 18. Fundarboð á 79. héraðsþing HSH, dags. 14. mars 2019.
 19. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 11. febrúar 2019, varðandi framboð til stjórnar sjóðsins.
 20. Bréf frá Íbúðalánasjóði, ódags., varðandi húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.
 21. Bréf frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, dags. 5. febrúar 2019, varðandi ályktun um þjónustu hjúkrunarheimila og þjónustu í dagdvalarrýmum.
 22. Bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 12. febrúar 2019, varðandi notendaráð fatlaðs fólks.
 23. Bréf frá framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 12. febrúar 2019, varðandi verkefnið Umhverfingu og kynningu á Jarðarstund 2019.
 24. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 19. febrúar 2019
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

Fasteignagjöld 2019

By Fréttir, Stjórnsýsla

Álagningu fasteignagjalda 2019 hefur nú verið lokið. Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2019 verða sem fyrr ekki sendir út á pappír, heldur verða þeir aðgengilegir rafrænt í gegnum www.island.is.

Ef óskað er eftir því að fá álagningarseðil sendan, vinsamlegast hafið samband við bæjarritara í síma 433 6900 eða á netfangið lilja@snb.is.

Greiðsluseðlar verða heldur ekki sendir út á pappír til þeirra sem fæddir eru eftir 1948, nema þess sé sérlega óskað. Ef óskað er eftir því að fá senda greiðsluseðla, vinsamlegast hafið samband í síma 433 6900 eða á netfangið lilja@snb.is.

Reikningsviðskipti við Snæfellsbæ síðastliðin þrjú ár er hægt að sjá með því að fara inn á Mínar síður á vefsíðu Snæfellsbæjar.

Gjalddagar fasteignagjalda verða átta, frá 1. febrúar til og með 1. september 2019. Ef fasteignagjöld eru gerð upp að fullu fyrir 15. mars 2019 fæst 3% staðgreiðsluafsláttur.

Hægt er að greiða fasteignagjöld með boðgreiðslum, og ef þess er óskað, vinsamlegast hafið samband við skrifstofur Snæfellsbæjar sem fyrst.

Lækkun fasteignaskatts á íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega er reiknuð við álagningu fasteignagjalda. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali. Athugið að ekki er þörf á að sækja sérstaklega um þennan afslátt.

Hægt er að senda fyrirspyrnir á bæjarritara með því að senda tölvupóst í netfangið lilja@snb.is eða hringja í síma 433 6900.

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar 2019

By Fréttir, Stjórnsýsla

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, skrifaði um fjárhagsáætlun ársins í nýjasta tölublaði af Jökli og er greinin einnig birt hér. Hér er hægt að lesa ný sem gömul eintök af Jökli.

Í lok síðasta árs samþykkti bæjarstjórn Snæfellsbæjar fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 og mun ég hér fara yfir helstu þætti hennar og jafnframt segja frá stærstu fjárfestingum á árinu.

Fjórða árið í röð eru gjaldskrár leikskóla og grunnskóla ekki hækkaðar. Á nokkrum gjaldskrám varð smávægileg hækkun. Útsvarsprósenta í Snæfellsbæ verður óbreytt og sama er að segja um álagningarprósentu fasteignagjalda.

Styrkir til félagasamtaka hækka

Í fjárhagsáætlun leggur bæjarstjórn á það áherslu að haldið verið áfram þeirri góðu þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu og að henni hlúð eins og kostur er. Styrkir til félagasamtaka hækka mikið á árinu 2019 eða um 42,5% á milli ára. Styrkir á árinu 2019 verða kr. 59.635.000.-  Að venju eru hæstu styrkirnir til íþrótta- og ungmennastarfs. Stærstu styrkirnir eru eins og áður segir til íþróttamála en þeir verða kr. 39,8 milljónir á árinu. Til sjómannagarðanna fara kr. 6,7 milljónir. Til Frystiklefans fara kr. 4 milljónir. Til björgunarsveitanna fara kr. 2,35 milljónir. Til skógræktarfélaganna fara kr. 1,3 milljónir.

Það má jafnframt geta þess að á árinu 2019 verða í fyrsta skipti teknir upp frístundastyrkir í Snæfellsbæ. Markmiðið með þessu, ásamt því að hækka ekki gjaldskrár skóla, leikskóla og sundlaugar, er að gera búsetu í Snæfellsbæ auðveldari fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur.

Framkvæmdir ársins

Gert er ráð fyrir miklum framkvæmdum á árinu 2019, en gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði 419,3 milljónir króna, þar af 174,5 milljónir hjá bæjarsjóði Snæfellsbæjar og 244,8 milljónir hjá hafnarsjóði. Stærstu fjárfestingar bæjarsjóðs á árinu eru gatna- og gangstéttaframkvæmdir, en gert er ráð fyrir 85 millj. þar.

Þær helstu eru malbiksframkvæmdir fyrir kr. 40 milljónir, gatnagerð í Sandholti fyrir kr. 30 milljónir og gangstéttaframkvæmdir fyrir kr. 15 milljónir. Einnig verða keyptir tveir ærslabelgir og er kostnaður við þá framkvæmd áætluð 5,5 milljónir króna.

Í Grunnskóla Snæfellsbæjar verður farið í að laga þak grunnskólans á Hellissandi og er það kostnaður upp á 5,5 milljónir króna einnig verður farið í lagfæringu á salernum nemenda í Ólafsvík og er kostnaður við það kr. 5 milljónir. Farið verður í að klæða tvær hliðar á bókasafni / tónlistarskólanum í Ólafsvík og gert er ráð fyrir að kostnaður við það verði kr. 4,5 milljónir. Farið verður í umhverfisframkvæmdir á Hellissandi og gert er ráð fyrir kr. 7 milljónum í þær framkvæmdir. Settar eru kr. 5 milljónir í hönnun á hreinsikerfum útrása (holræsum) í þéttbýli Snæfellsbæjar.

Stærstu fjárfestingar hafnarsjóðs á árinu verða lenging Norðurgarðs í Ólafsvík en kostnaður við þá framkvæmd er áætlaður kr. 114,7 milljónir. Gert ráð fyrir um 54 milljónum í dýpkun á Arnarstapa. Farið verður í lagfæringu á hafnarhúsinu í Ólafsvík ásamt stækkun en kostnaður við þá framkvæmd er áætlaður kr. 32 milljónir. Farið verður í malbiksframkvæmdir á hafnarsvæðunum og gert er ráð fyrir að það muni kosta 31,9 milljónir. Farið verður í framkvæmdir við plan við uppsátur í Rifi og er kostnaður við það 2,7 milljónir. Auk þess verður farið í ýmsar aðrar framkvæmdir hjá hafnarsjóði og aðrar smærri framkvæmdir hjá Snæfellsbæ, en meginmarkmið ársins verður að styrkja innviði stofnana Snæfellsbæjar.

Góð fjárhagsstaða

Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar er góð, ekki er gert ráð fyrir hækkun skulda á árinu 2019, sem er gott. Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall Snæfellsbæjar fari ekki yfir 70% í A-hluta en skv. sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir 150% þannig að Snæfellsbær er þar vel innan marka. Hafnarsjóður Snæfellsbæjar er vel rekinn og verða miklar framkvæmdir á hans vegum árið 2019, eins og áður kemur fram, eða tæpar 245 m.kr. Hafnarsjóður er fjárhagslega vel stæður og skuldar engin langtímalán.

Rekstur Snæfellsbæjar hefur verið með ágætum undanfarin ár og er það ekki síst að þakka góðu samstarfi við starfsfólk og forstöðumenn Snæfellsbæjar. Áframhaldandi árangur byggir á því sama og Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hlakkar til áframhaldandi samstarfs.