Skip to main content
search

Heimsóknarreglur á Dvalarheimilinu Jaðri

Í ljósi þess að nokkuð bakslag hefur komið í baráttu okkar Íslendinga við COVID-19, viljum við ítreka heimsóknarreglur Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars, og vekjum athygli á nýjum takmörkunum:

Ættingjar og aðrir gestir sem hafa verið erlendis:

 • Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins.
 • Þótt COVID-19 sýnataka á landamærum hafi verið neikvæð, hefur reynslan sýnt að smit geta greinst eftir sýnatöku.

Áfram eru áður útgefnar heimsóknarreglur í gildi, ásamt nýjum takmörkunum:

 • Hámarksfjöldi gesta í einu er 2 einstaklingar.
 • Gestir halda sig inni á herbergjum íbúa og ekki í sameiginlegum rýmum.
 • Gestir skulu virða 2 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
 • Íbúum er heimilt að fara í bíltúr og í heimsókn til ættingja.  Það eru samt vinsamleg tilmæli að halda fjölda annarra gesta í slíkri heimsókn í lágmarki.

Alls ekki koma í heimsókn ef:

 • Þú ert í sóttkví.
 • Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 • Þú hefur verið einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
 • Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, o.fl.).
 • Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

Það er mikilvægt að hafa í huga að baráttan gegn COVID-19 er ekki unnin og smitum getur fjölgað mjög hratt, eins og reynslan hefur kennt okkur.  Ef það gerist þurfum við að grípa aftur til ákveðinna aðgerða og takmarkana.  Munið að ávallt þarf að sýna ítrustu varkárni og virða sóttvarnarráðstafanir í heimsóknum.  Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingarvarnir, s.s. handþvott og handsprittun, en það hefur einmitt sýnt sig að þær skipta grundvallarmáli þegar verið er að forðast að smit berist á milli einstaklinga.

Við óskum eftir því að aðstandendur og gestir virði þessar heimsóknarreglur svo ekki þurfi að koma til frekari aðgerða og takmarkana.