Skip to main content
search

Rakning C-19

Embætti landlæknis hefur gefið út app til að auðvelda vinnu við rakningu smita. Snæfellsbær hvetur íbúa eindregið til að ná í appið og virkja það.

Hvar næ ég í appið?

iOS: https://apple.co/3aET1Wx

Android: https://bit.ly/39BN2QN

Um appið:

Smáforritið Rakning C-19 er mikilvægur hlekkur í því viðamikla starfi sem er í gangi vegna Covid-19. Appið hjálpar til við að greina ferðir einstaklinga og rekja saman við ferðir annarra þegar upp kemur smit eða grunur um smit.

Því fleiri sem sækja appið, því betri og skilvirkari eru upplýsingarnar sem hægt er að vinna úr því. Appið er bæði fyrir Android og iOS tæki og er opið öllum.

Vertu sterkur hlekkur í keðjunni.

Hvernig virkar appið fyrir þig?

Þegar þú setur appið inn á símann þinn þá ertu beðin(n) um að slá inn símanúmerið þitt. Við það færðu sent í símann sms með sex stafa kóða sem þú þarf að slá inn í appið til. Við skráningu þá er símanúmerið skráð í gagngrunn appsins, sem er á öruggum vefþjónum í hýsingu hjá Sensa.

Að því loknu opnast gluggi sem spyr hvort þú viljir gefa þessu appi aðgang að staðsetningargögnum símans. Til þess að appið virki eftir uppsetningu þarf að gefa leyfi fyrir því að appið hafi alltaf aðgang að staðsetningargögnum símans.

Eftir að appið hefur verið sett upp þá vinnur það í bakgrunni og vistar þau staðsetningu símans nokkrum sinnum á klukkustund. Þessi gögn eru aðeins vistuð í símanum sjálfum og engum aðgengileg.  Aðeins eru geymd gögn sem ná til síðastliðinni 14 daga og eldri gögnum er eytt.

Ef þú greinist með Covid-19, þá getur rakningateymi Almannavarna sent þér beiðni á í gegnum appið, þar sem þú ert beðin(n) um að deila gögnunum með þeim. Þar veitirðu samþykki með því að slá inn kennitöluna þína og smella á hnapp. Kennitalan sem þú slærð inn er borin saman við kennitöluna sem fyrirspurninni er beint að og gögnin aðeins send áfram ef hún stemmir.

Þeir sem ekki eiga íslenska kennitölu þurfa ekki að slá inn kennitölu.  

Ef þú veitir þetta samþykki þá verða gögnin send á öruggan hátt yfir á gagnagrunn rakningateymisins.

Þannig getur rakningateymið notast við staðsetningargögnin ásamt samtali við þig til að finna þá einstaklinga og staði sem mögulega hafa verið útsettir fyrir smiti.

Nánar má lesa um appið á covid.is