Skip to main content
search

3. flokkur kvenna UMF Víkings/Reynis í undanúrslit

Stelpurnar í 3. flokki kvenna UMF Víkings/Reynis gerðu góða ferð norður á Akureyri í gær þar sem mikilvægur leikur beið þeirra gegn sameinuðu liði Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis í úrslitakeppni Íslandsmótsins.

Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn 2 – 1. Nú bíður þeirra undanúrslitaleikur gegn Breiðablik sem leikinn verður á höfuðborgarsvæðinu þann 1. október nk. 

Stelpurnar hafa spilað listavel í sumar og nú stendur einungis einn leikur á milli þeirra og úrslitaleiks um Íslandsmeistaratitilinn.

Áfram stelpur!