Skip to main content
search

45 hugmyndir að Betri Snæfellsbæ bárust

Snæfellsbær hefur undanfarnar vikur kallað eftir hugmyndum og tillögum er varða varða framkvæmdir og viðhaldsverkefni í Snæfellsbæ á vefsvæðinu Betri Snæfellsbær

Litið var á þessa fyrstu hugmyndasöfnun sem eins konar tilraunaverkefni til að kanna áhuga og þátttöku meðal íbúa. Það er skemmst að segja frá því að þátttaka var mjög góð og margar hugmyndir bárust.

Nú verða innsendar tillögur teknar til formlegrar meðferðar hjá Tæknideild Snæfellsbæjar og síðar umhverfis- og skipulagsnefnd. Þær hugmyndir og tillögur sem fyrirhugað er að framkvæma og setja á fjárhagsáætlun 2020 verða sérstaklega kynntar.

Upplýsingar um þátttöku:  

 • 187 notendur skráðu sig inn á vefsvæðið
 • 45 tillögur bárust
 • 97 umræður sköpuðust

Tillögur sem bárust:

 • Laga gangstéttir á Grundarbraut og Hábrekku
 • Sáið – framtíðarsýn
 • Útilíkamsræktarstöð
 • Hjólarampur
 • Hundasvæði í Snæfellsbæ
 • Afþreying fyrir börn í Rifi
 • Skautasvell í miðbæinn
 • Trjárækt innan þéttbýlis
 • Lýsing á Arnarstapa
 • Röst Hellissandi – laga
 • Setja handrið á brú við hraðfrystihúsið á Hellissandi
 • Laga brú í Bug
 • Mini golf
 • Bílastæði og áning á Snagabökkum
 • Röstin og íþróttahúsið á Hellissandi
 • Áætlun fyrir verndun fuglalífs á Rifi fyrir sumar 2020
 • Setja ljós við göngustíga fyrir veturinn
 • Sækja um af hörku að fá störf frá ríkinu
 • Klára Keflavíkurgötu
 • Laga gangstéttar
 • Endurbætur á Höskuldsá
 • Göngustíg á Arnarstapa
 • Auglýsa Snæfellsbæ
 • Leita að heitu vatni
 • Lýsing við Klifbraut
 • Skipulag v/ Ólafsbraut
 • Laga íþróttahúsið á Hellissandi
 • Útbúa vinnuaðstöðu á efri hæð í Röstinni
 • Hjólastígur í Bug
 • Lýsa upp vegglistaverk á Hellissandi
 • Lýðháskóli í Röstina
 • Kofabær á sumrin
 • Skólagarðar/Kartöflugarðar
 • Skjalasafn
 • Setja upp myndavélakerfi í þéttbýli
 • Laga eða færa félagsmiðstöð
 • Magnúsarstígur í Ólafsvík
 • Íbúðir fyrir aldraða líkt og eru í Engihlíð
 • Halda reglulega íbúafundi
 • Tengja saman göngustíga
 • Íbúabyggð á Arnarstapa
 • Grenndargámar fyrir dreifbýli
 • Að halda vörð um störf í bæjarfélaginu
 • Setja upp fleiri útivistarbekki
 • Fríar lóðir í Snæfellsbæ