
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness verður haldinn 26. nóvember 2019 kl. 15:00 á Láka Hafnarkaffi í Grundarfirði.
Eru allir sem tengjast ferðamálum af einhverju tagi hér á Snæfellsnesi hvattir til að mæta, sýna samstöðu og koma skoðunum sínum á framfæri.
Dagskrá fundar:
- Kosning nýrrar stjórnar og önnur aðalfundarstörf
- Kosning fulltrúa samtakanna í fulltrúaráð Svæðisgarðsins Snæfellsnes
- Næsti samhristingur, hvetjum fólk til að koma skoðunum sínum á framfæri
- Mannamót, sameiginlegur undirbúningur eða ekki. Hvetjum fólk til að taka þátt í umræðunni og koma skoðunum sínum á framfæri
- Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins, og Þorkell Símonarson, fulltrúi samtakanna í stjórn og fulltrúaráði Svæðisgarðsins, kynna hlutverk og framtíðarsýn Gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki.
- Önnur mál
Ljósmynd: Diego Delso, Búðahraun.