Skip to main content
search

Aðalskipulag Snæfellsbæjar
2015 – 2031

30/01/2018maí 8th, 2018Fréttir

Nú er aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-2031 í kynningarferli. Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands innan sveitarfélagsins. Þar er sett fram stefna og ákvarðanir varðandi framtíðarnotkun lands og fyrirkomulags byggðar. Aðalskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Snæfellsbæjar að Klettsbúð 4 og hjá Skipulagsstofnun. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Snæfellsbæjar, http://taeknideild-snb.is/

Öllum íbúum sveitarfélagsins og þeir sem telja sig eiga hagmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna en frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. febrúar nk. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Snæfellsbæjar að Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ eða á netfangið byggingarfulltrui@snb.is