Skip to main content
search

Aðsókn í sundlaug Snæfellsbæjar aukist í sumar

Heimsóknum í sundlaug Snæfellsbæjar fjölgaði í ár miðað við undanfarin ár. Þrátt fyrir að COVID-19 hafi sett strik í reikninginn og fjöldi ferðamanna á Íslandi verið mun færri í sumar en undanfarin ár er ekki hægt að sjá að það hafi haft áhrif á sundlaugina í Ólafsvík.

Heildarfjöldi gesta í sundlaugina þetta sumarið var 8122 í júní, júlí og ágúst. Á sama tíma í fyrra voru gestirnir 7911. Þá er þessi fjöldi sá mesti sem hefur sótt sundlaugina yfir sumartímann síðan 2017. 

Erfitt er að fullyrða að ein ástæða sé fyrir þessari aukningu og ýmislegt getur komið til greina. Hugsanlega gæti þetta stafað af því að Íslendingar hafi ferðast í auknu mæli innanlands og meiri hefð hjá þeim að kíkja í sund heldur en þeim erlendu. Einnig er áhugavert hve litlu munaði á fjölda sundlaugargesta í ágústmánuði í ár og í fyrra þar sem hertar aðgerðir vegna COVID-19 stóðu yfir í ágúst þetta árið.

Heildarfjöldi í sundlaug í júní, júlí og ágúst:

Árið 2017 – 8863 gestir

Árið 2018 –  7624 gestir

Árið 2019 – 7911 gestir

Árið 2020 – 8122 gestir

Birtist í Bæjarblaðinu Jökli.