Skip to main content
search

Aðventustund annan sunnudag í aðventu

Vegna veðurs reyndist nauðsynlegt að fresta tendrun jólaljósa sunnudaginn 1. desember. Ákveðið hefur verið að halda aðventustund við jólatrén á Hellissandi og í Ólafsvík annan sunnudag í aðventu í staðinn, þann 8. desember.

Dagskrá helst óbreytt að öðru leyti en því að hún færist fram um eina klukkustund á hvorum stað.

Á Hellissandi hefst aðventustund við jólatré kl. 15:30.
Í Ólafsvík hefst aðventustund við jólatré kl. 16:30.

Jólasveinar mæta á svæðið og gleðja börnin auk þess sem Trausti Leó Gunnarsson og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir syngja nokkur vel valin jólalög.

Bjarki Már Mortensen og Elisabeth Halldóra Roloff tendra ljósin.

Ljósmynd: af