Skip to main content
search

Áhrif verkfalls BSRB á starfsemi Snæfellsbæjar

Helgina 27. – 29. maí er starfsfólk íþróttahúss og sundlaugar Snæfellsbæjar í verkfalli. Af þeim sökum verður sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík lokuð þessa daga.

Dagana 30. maí – 1. júní er starfsfólk leikskóla Snæfellsbæjar í verkfalli. Leikskólastarf verður mjög takmarkað þessa daga. Leikskólastjóri hefur sent foreldrum og forráðamönnum leikskólabarna upplýsingar um skipulag leikskólastarfs á meðan á verkfalli stendur.

Enn frekari verkföll eru boðuð frá og með 5. júní, ef ekki semst fyrir þann tíma, og verða áhrif þeirra verkfalla á starfsemi Snæfellsbæjar auglýst síðar.