Skip to main content
search

Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2021

25/01/2021janúar 26th, 2021Fréttir

Álagningu fasteignagjalda 2021 hefur nú verið lokið í Snæfellsbæ. Álagningarseðlar verða sem fyrr ekki sendir út á pappírsformi, en eru aðgengilegir á island.is með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Athugið að álagningarseðlar eru eingöngu aðgengilegir á síðum þeirrar kennitölu sem þeir eru gefnir út á. Ef álagningarseðlar eru ekki sýnilegir, vinsamlegast hafið samband við bæjarritara, annað hvort í síma 433-6900 eða á netfanginu lilja@snb.is, og hægt er að senda þá annað hvort í pósti eða í tölvupósti.

Kröfur myndast í heimabönkum, en engir greiðsluseðlar eru sendir út nema til þeirra sem fæddir eru fyrir 1948, og til þeirra sem sérstaklega biðja um það.

Hægt er að óska eftir að fá senda fasteignagjaldaseðla í pappír með því að hafa samband í síma 433-6900 eða á netfangið lilja@snb.is. Greiðsluseðlar birtast hins vegar alltaf rafrænt undir „rafræn skjöl“ í heimabönkum einstaklinga og fyrirtækja.

Gjalddagar fasteignagjalda eru átta, frá 1. febrúar – 1. september 2021. Ef fasteignagjöld eru gerð upp að fullu fyrir 15. mars 2021 fæst 3% staðgreiðsluafsláttur. Hægt er að leggja heildarupphæðina, að frádregnum afslætti, inn á 0190-26-4240, kt.: 510694-2449.

Gjaldskrá fasteignagjalda er aðgengileg á hlekknum hér að neðan. Þar er hægt að sjá afsláttarreglur til elli- og örorkulífeyrisþega. Afsláttur hefur þegar verið reiknaður út, skv. forsendum ríkisskattstjóra, og á að koma fram á álagningarseðli.

Viðhengi:

Gjaldskrá fasteignagjalda 2021