Skip to main content
search

Alheimshreinsun 15. september

Þann 15. september verður haldinn í fyrsta skipti Alheimshreinsunardagurinn sem leggur áherslu á að allir íbúar þessarar jarðar nýti daginn til þess að hreinsa sitt umhverfi. Landvernd, Blái herinn, Plastlaus september, JCI Ísland og plokkarahreyfingin sjá um undirbúning alheimshreinsunar á Íslandi, en þennan dag munu tugmilljónir sjálfboðaliða í 150 löndum taka höndum saman og hreinsa umhverfi sitt um allan heim í nafni átaksins Let´s Do It! World.

Snæfellsbær vill hvetja alla bæjarbúa, unga sem aldna, fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og leggja sitt að mörkum í mikilvægu og verðugu verkefni með því að minnka rusl og draga úr notkun einnota plastumbúða. Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað.

Hópar, einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að og skipuleggja eigin hreinsun og skrá hana hana á vefsíðu Hreinsum Ísland, þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um verkefnið.