Skip to main content
search

Ársreikningur samþykktur samhljóða – sterk staða eftir krefjandi ár

Hólahólar og Berudalur. Ljósmynd: Markaðsstofa Vesturlands

Ársreikningur Snæfellsbæjar var samþykktur samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær eftir síðari umræðu. 

Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar verður að teljast afar góð og segja má að rekstur sveitarfélagsins hafi verið nánast á pari við fjárhagsáætlun ársins. Athygli vekur að allar stofnanir Snæfellsbæjar skila rekstri á eða undir áætlun, sem er mjög ánægjulegt og eiga forstöðumenn hrós skilið fyrir árangurinn.

Heimsfaraldur Covid-19 setti töluverðan svip á starfsemi og fjármál Snæfellsbæjar og ber ársreikningur 2020 það með sér. Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækkuðu umtalsvert en jafnframt jókst rekstrarkostnaður stofnana, og þá sér í lagi launakostnaður sveitarfélagsins.  Sveitarfélög voru hvött til að taka þátt í atvinnuátaki með Vinnumálastofnun sumarið 2020, sem Snæfellsbær gerði, og var launakostnaður sumarsins töluvert yfir fjárhagsáætlun vegna þess.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 2.709 millj. króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 2.582 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 2.127 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 2.045 millj. króna. 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 158 millj. króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kvæðri afkomu upp á 64 millj. króna. Rekstrarafkoman varð því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 94 millj. króna.  Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð að fjárhæð 68 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir kvæðri afkomu upp á 16 millj. króna. Afkoma A-hluta varð því betri sem nemur 52 millj. króna.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 4.059 millj. króna skv. efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 3.027 millj. króna. 

Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 1.477,9 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfélagsins nam 145 stöðugildum í árslok. 

Veltufé frá rekstri var 204,8 millj. króna og veltufjárhlutfall er 0,76.  Handbært frá rekstri var 209,5 millj. króna. 

Heildareignir bæjarsjóðs námu um 4.708,4 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 6.067,5 millj. króna í árslok 2020. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu um 1.681,2 millj. króna og í samanteknum ársreikningi um 2.008,7 millj. króna, og hækkuðu þar með milli ára um 327,5 milljónir.  Snæfellsbær hefur verið að greiða niður lán og minnka skuldir undanfarin ár, en vegna töluverðrar tekjulækkunar vegna covid-19 heimsfaraldurs, var nauðsynlegt að auka smávægilega við skuldir Snæfellsbæjar á árinu 2020.  Skuldahlutfall Snæfellsbæjar er lágt og því er töluvert svigrúm til lántöku til að mæta tekjuáföllum sem þessum.  

Eigið fé bæjarsjóðs nam um 3.027,2 millj. króna og eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam um 4.058,8 millj. króna í árslok 2020.  Eiginfjárhlutfall er 64,29 % á á árinu 2020 en var 66,76% árið áður. 

Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 603,3 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum. 

Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum er 56,63% hjá sjóðum A-hluta, en var 49,76% árið 2019, og 50,32% í samanteknum ársreikningi en var 46,33% árið 2019.  Skv. 64. gr. 2. málsgr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%.  Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar verður því að teljast afar góð.

Ítarefni:

Skoða ársreikninga