
Kjör forsta Íslands fer fram laugardaginn 27. júní 2020.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst þriðjudaginn 9. júní hér í Snæfellsbæ og stendur til kjördags.
Kosið er utankjörfundar á opnunartíma skrifstofu sýslumanns í Ráðhúsi Snæfellsbæjar við Klettsbúð 4 á Hellissandi. Opið er virka daga frá 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00.
Þeim sem kjósa utankjörfundar er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í umdæmi sýslumannsins á Vesturlandi fer fram á eftirfarandi stöðum:
Frá 25. maí 2020:
- Akranesi – skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18, virka daga kl. 10.00 til 15.00
- Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00
- Stykkishólmi – skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2, virka daga kl. 10.00 til 15.00
Frá 9. júní 2020:
- Búðardal – skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11, á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 09.30 til 13.00
- Eyja- og Miklaholtshreppi – skrifstofu hreppsstjóra, Þverá, virka daga kl. 12.00 til 13.00
- Grundarfirði – skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16, virka daga kl. 10.00 til 14.00
- Snæfellsbær – skrifstofu sýslumanns, Klettsbúð 4, virka daga kl. 09.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00