Skip to main content
search

Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

Nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands.

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnishæfur og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.

Að þessu sinni verða veittir styrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna, menningarmála og vegna stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.

Frestur til að skila inn umsóknum er til og með 17. nóvember 2020.

Aðstoð við umsóknir:

Atvinnu- og nýsköpunarverkefni:

Ólafur Sveinsson olisv@ssv.is 892-3208
Ólöf Guðmundsdóttir olof@ssv.is 898-0247
Helga Guðjónsdóttir helga@ssv.is 895-6707

Menningarverkefni:

Sigursteinn Sigurðsson sigursteinn@ssv.is 698-8503

Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er rafræn umsóknargátt. Þar má einnig finna nánari upplýsingar, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.