Skip to main content
search

Auglýst eftir umsóknum um örstyrki til menningarverkefna

Mynd tekin á götulistahátíð á Hellissandi 2019.

Viltu gera eitthvað spennandi í sumar?

Menningarnefnd Snæfellsbæjar auglýsir örstyrki til menningarverkefna í Snæfellsbæ sumarið 2021.

Veittir verða fjórir styrkir kr. 40.000,- hver til tónleikahalds, listasýninga, útgáfu eða annarra verkefna sem styðja við lista- og menningarstarf í Snæfellsbæ.

Umsóknir ásamt greinagerð um verkefnið sendist á menningarnefnd@snb.is fyrir 17.júní n.k.

Styrkir verða afhentir 20.júní.