Skip to main content
search

Auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Snæfellsbæjar fyrir árið 2021.

Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki.

Þeir aðilar sem vilja koma með styrkumsókn er varðar næsta fjárhagsár Snæfellsbæjar eru hvattir til að skila þeim á bæjarskrifstofuna til bæjarritara fyrir 2. nóvember 2020.

Þau félagasamtök sem fengu styrki á árinu 2020 þurfa að senda inn ársreikning með áframhaldandi styrkbeiðni.

Athugið: Engir styrkir fást greiddir nema um þá sér sótt og bæjarstjórn samþykki þá.