Skip to main content
search

Auglýst útboð vegna framkvæmda við hafnir Snæfellsbæjar

Hafnarsjóður Snæfellsbæjar hefur auglýst tvö útboð vegna framkvæmda við hafnirnar í Ólafsvík og Rifi. Um er að ræða dýpkunarframkvæmdir annars vegar og efnisútboð á stálþili hins vegar.

Dýpkunarframkvæmdir

Dýpkunarframkvæmdir felast í dýpkun á lausu efni í Ólafsvíkurhöfn og Rifshöfn.

Helstu magntölur:

  •    Dýpkun í Ólafsvíkurhöfn alls um 50.000 m3.
  •    Dýpkun í Rifshöfn alls um 100.000 m3.

Tilboð verða opnuð 7. júlí næstkomandi. Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. nóvember 2020.

Nánar á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Efnisútboð á stálþili

Hafnir Snæfellsbæjar hafa boðið út efniskaup vegna stálþils við Norðurtangabryggju í Ólafsvík. Sameiginlegt útboð með Reykjaneshöfn og Höfnum Ísafjarðarbæjar.

Tilboð verða opnuð 20. júlí. Gert er ráð fyrir því að reka stálþil niður árið 2021.

Nánar á vefsíðu Ríkiskaupa.