Skip to main content
search

Aukaleikarar úr samfélaginu óskast í kvikmyndina Woman at sea

14/05/2021maí 17th, 2021Fréttir

Salurinn í Átthagastofu spilar ákveðið hlutverk í kvikmyndinni. Ljósmynd: Snæfellsbær.

Í byrjun næsta mánaðar hefjast upptökur á kvikmyndinni Woman at sea í Ólafsvík og nágrenni og munu standa yfir í júní og júlí nk. Framleiðendur myndarinnar óska eftir aukaleikurum úr samfélaginu og hvetjum við áhugasama til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

Tilkynning frá framleiðendum:

Við viljum bjóða öllum þeim sem hafa áhuga á að vera á skrá hjá okkur sem aukaleikarar í tökum á myndinni WOMAN AT SEA,  að koma í myndatöku og skrásetningu:

Miðvikudaginn 19. maí á milli 18:00 – 20:30 á Hótel Ólafsvík.

Við leitum að einstaklingum á aldrinum 18-70 ára og hlutverkin sem við komum til með að raða í eru meðal annars; sjómenn, gestir á bar, barþjónar, gangandi vegfarendur og fleira. 

Við biðjum ykkur að koma sem minnst förðuð og í eins hlutlausum fötum og þið eigið til, helst með engum sjáanlegum merkjum eða röndum á. 

Tökutímabilið er  1.júní – 2.júlí. 

Fyrirfram þakkir, við hlökkum til að sjá ykkur!

Dominique Gyða Sigrúnardóttir

Casting Director

Woman at Sea

aukaleikararwas@gmail.com

Nánar um myndina:

Tökur á erlendu kvikmyndaverkefni fram undan í Ólafsvík