Skip to main content
search

Aukinn opnunartími í upplýsingamiðstöðinni

Snæfellsbær hefur ákveðið að mæta eftirspurn og bæta þjónustu við gesti með rýmri opnunartíma upplýsingamiðstöðvar í Ólafsvík. Nýr opnunartími tekur nú þegar gildi og verður opið sem hér segir:

3. apríl – 15. maí
Opið alla virka daga frá 10:00 – 16:00.

15. maí – 31. ágúst
Opið alla virka daga frá 8:00 – 19:00. Opið um helgar frá 9:00 – 17:00.

Upplýsingamiðstöðin er staðsett í Átthagastofu Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Síðastliðið sumar sóttu þangað á um 7.000 ferðamenn í leit að upplýsingum, leiðbeiningum og öðrum ráðum og standa vonir til að með auknum opnunartíma geti upplýsingamiðstöðin stutt betur við þau fyrirtæki sem eru í ferðaþjónustu í Snæfellsbæ.