Skip to main content
search

Bæjarráð mótmælir skerðingu til Jöfnunarsjóðs

Bæjarráð Snæfellsbæjar mótmælir harðlega þeirri einhliða ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 3,3 milljarða króna á næstu tveimur árum.  Í málefnum sem þessum er nauðsynlegt að samráð sé haft milli þeirra aðila sem að málefninu koma.  Einhliða ákvörðun sem þessi grefur undan annars ágætu samstarfi ríkis og sveitarfélaga og á sér ekki fordæmi í samskiptum þessara tveggja stjórnsýslustiga. 

Skerðing á tekjum jöfnunarsjóðs hefur gífurleg áhrif á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga.  Hjá Snæfellsbæ einum og sér, mun þessi ákvörðun skerða tekjur sveitarfélagsins um tæplega 50 milljónir á því tímabili sem um ræðir. 

Bæjarráð Snæfellsbæjar tekur heilshugar undir með stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og krefst þess að þessi einhliða ákvörðun verðir dregin til baka og viðræðum verði komið á milli aðila sem myndi stuðla að ásættanlegri lausn málsins.