Skip to main content
search

Bæjarstjórnarfundur 1. október 2020

29/09/2020október 1st, 2020Fréttir

Vakin er athygli á því að 337. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 1. október 2020 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

 1. Fundargerðir 316. fundar bæjarráðs, dags. 17. september 2020. 
 2. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 7. september 2020. 
 3. Fundargerðir 89. og 90. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 28. maí og 19. ágúst 2020. 
 4. Fundargerð 195. fundar menningarnefndar, dags. 31. ágúst 2020. 
 5. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 7. september 2020. 
 6. Fundargerð 140. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 4. september 2020. 
 7. Fundargerð 141. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. september 2020. 
 8. Fundargerð 108. fundar stjórnar FSS, dags. 8. september 2020. 
 9. Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. ágúst 2020. 
 10. Bréf frá leikskólastjóra, dags. 14. september 2020, varðandi sumarleyfi leikskólans.  Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði. 
 11. Undirskriftarlisti íbúa við Keflavíkurgötu á Hellissandi, dags. 16. september 2020, varðandi mótmæli við fyrirhugaða lagningu göngustígs meðfram sjávarsíðu Keflavíkurgötu. 
 12. Bréf frá Klumbu ehf., dags. 24. september 2020, varðandi nýtingu vindorku til raforkuvinnslu. 
 13. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar, dags. 24. september 2020, varðandi 50 ára afmæli Sundlaugar Snæfellbæjar í Ólafsvík. 
 14. Bréf frá Framfarafélagi Snæfellsbæjar, Ólafsvíkurdeild, dags. 22. september 2020, varðandi úrbætur í umhverfi Ólafsvíkur. 
 15. Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 22. september 2020, varðandi mögulegar breytingar á heilbrigðiseftirlitssvæðum. 
 16. Tillaga frá J-listanum, dags. 28. september 2020, varðandi íbúðir fyrir eldri borgara. 
 17. Brunavarnaráætlun Snæfellsbæjar 2021-2025 
 18. Skipun aðalmanns í öldungaráð í stað Margrétar Vigfúsdóttur.  Vísað til bæjarstjórnar úr bæjarráði. 
 19. Minnispunktar bæjarstjóra. 

Snæfellsbæ, 29. september 2020
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri