Skip to main content
search

Bæjarstjórnarfundur 10. desember 2020

08/12/2020desember 9th, 2020Fréttir

Vakin er athygli á því að 339. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 10. desember 2020 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

 1. Fundargerð 318. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 26. nóvember 2020.
 2. Fundargerð 197. fundar menningarnefndar, dags. 16. nóvember 2020.
 3. Fundargerð 134. fundar hafnarstjórnar, dags. 24. nóvember 2020.
 4. Fundargerð 10. fundar öldungarráðs, dags. 4. desember 2020.
 5. Fundargerð 143. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 3. desember 2020.
 6. Fundargerð 111. fundar stjórnar FSS, dags. 5. nóvember og 23. nóvember 2002, ásamt fjárhagsáætlun FSS fyrir árið 2021.
 7. Fundargerðir stjórnar Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 28. október, 11. nóvember og 18. nóvember 2020.
 8. Fulltrúaráðsfundur Svæðisgarðsins Snæfellsness, dags. 7. desember 2020.
 9. Fundargerðir 2., 3. og 4. fundar starfshóps um stöðu og stefnu úrgangsmála á Vesturlandi, dags. 12. október, 9. nóvember og 19. nóvember 2020.
 10. Fundargerð aðalfundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30. október 2020.
 11. Fundargerð 60. fundar stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19. nóvember 2020.
 12. Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. nóvember 2020.
 13. Fundargerð 428. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 13. nóvember 2020.
 14. Bréf frá Rán Kristinsdóttur, dags. 8. desember 2020, varðandi úrsögn úr íþrótta- og æskulýðsnefnd.
 15. Bréf frá Jóni Kristni Ásmundssyni, dags. 7. desember 2020, varðandi ósk um leigu á Líkn.
 16. Bréf frá Daða Hjálmarssyni, dags. 4. desember 2020, varðandi forkaupsrétt Snæfellsbæjar að fiskiskipinu Katrínu SH-370, skskrnr. 2457.
 17. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, ódags., varðandi nýtt húsnæði fyrir félagsmiðstöð unglinga.
 18. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 8. desember 2020, varðandi reglur fyrir geymslusvæði Snæfellsbæjar á námusvæði við Rif.
 19. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 8. desember 2020, varðandi styttingu vinnuvikunnar fyrir starfsmenn áhaldahúss og umsjónarmenn fasteigna.
 20. Vinnutímatillaga leikskóla Snæfellsbæjar vegna styttingu vinnuvikunnar.
 21. Íþrótta- og tómstundastefna Snæfellsbæjar.
 22. Bréf frá Breiðafjarðarnefnd, dags. 23. nóvember 2020, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar.
 23. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 30. nóvember 2020, varðandi úthlutun byggðakvóta 2020/2021.
 24. Bókun Bláskógabyggðar, dags. 1. desember 2020, varðandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
 25. Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. desember 2020, varðandi úrskurð í máli nefndarinnar nr. 95/2020.
 26. Bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. desember 2020, varðandi úrskurð í máli nefndarinnar nr. 47/2020.
 27. Bréf frá Hagstofu Íslands, dags. 27. nóvember 2020, varðandi undirbúning á töku manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021.
 28. Skipun varamanns í fræðslunefnd í stað Ara Bent Ómarssonar.
 29. Gjaldskrár Snæfellsbæjar 2021.
 30. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans árið 2021. Seinni umræða.
 31. Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar 2021 – 2024.
 32. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 8. desember 2020.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri