Skip to main content
search

Bæjarstjórnarfundur 10. janúar

Vakin er athygli á því að 316. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, fimmtudaginn 10. janúar 2019 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má sjá með því að smella hér.

Dagskrá fundar:

 1. Umræða um nýbúakennslu.  Hilmar Már Arason, skólastjóri, mætir á fundinn.
 2. Fundargerðir 178. og 179. fundar menningarnefndar, dags. 4. og 22. desember 2018. 
 3. Fundargerð 121. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 13. desember 2018. 
 4. Fundargerð 178. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga, dags. 4. desember 2018. 
 5. Fundargerð 865. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember 2018. 
 6. Fundargerð 866. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. desember 2018. 
 7. Bréf frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 3. janúar 2018, varðandi aukafjárveitingu til að endurnýja heitan pott í sundlaug Snæfellsbæjar. 
 8. Gjaldskrá Félagsheimilisins á Lýsuhóli árið 2019. 
 9. Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 21. desember 2018, varðandi slökkvivatn á Arnarstapa og Hellnum. 
 10. Bréf frá Bryndísi Hlöðversdóttur, dags. 19. desember 2018, varðandi starfshóp um endurskoðun kosningalaga. 
 11. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 2018, varðandi vinnumansal og kjör erlends starfsfólks. 
 12. Bréf frá Velferðarráðuneytinu, dags. 30. nóvember 2018, varðandi fjölgun hjúkrunarrýma á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík. 
 13. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 14. desember 2018, varðandi tilnefningu fulltrúa frá Snæfellsbæ í vatnasvæðanefnd. 
 14. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 20. desember 2018, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Ennisbrautar 1 ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Ennisbraut 1 í Ólafsvík, Snæfellsbæ. 
 15. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11. desember 2018, varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. 
 16. Bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 17. desember 2018, varðandi Leigufélagið Bríeti ehf. sem hefur yfirtekið eignarhald og rekstur á fasteignum sjóðsins.
 17. Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 3. janúar 2019, varðandi velferðarstefnu Vesturlands. 
 18. Minnispunktar bæjarstjóra.